Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 77
Gangnakofar
tæplega verið framfylgt, er
ljóst að ásókn í notkun
afrétta hlaut að aukast mjög
með þessari reglugerð. I
henni er einnig að finna
eftirfarandi grein um kofa-
byggingar:
Við Eyjabakkakofa 29. júlí 1935. Frávinstri: Sigurður frá Brún, Sigurður
Þórarinsson, Pálmi Flannesson og Steindór Steindórsson.
Ljósm. Ingólfur Davíðsson.
„Þar sem afréttir eru
víðlendar og hreppsnefnd
þykir þurfa, skal á sveitar
kostnað byggja göngukofa
á hentugum stöðum, svo
gangnamenn geti notið þar
húsaskjóls, þegar þarf,
meðan á göngum stendur.
Þeir kofar skulu vera svo
rúmmiklir, að í þeim geti
verið allir þeir menn, sem þá afrétt þurfa að
ganga. Skulu þrep vera umhverfis íþeim inni,
eða með annari hlið, svo breið, að menn geti
legið á þversum, og á þeim hafa hey eða lyng
til mýkinda; svo skal ganga frá dyrum, að
eigifenni inn á vetrum. Tópt skal byggja hjá
gangnakofum, ef hreppsnefnd þykir þurfa, til
að hýsa í um nótt kindur, semfinnast í seinni
göngum, þá er göngumenn þrýtur dag í
byggð. “ 5
Svipað ákvæði er í fjallskilareglugerð
Suður-Múlasýslu, en í reglugerðum annara
sýslna eru ákvæðin ekki svo ýtarleg og
sumsstaðar engin. I Amessýslu eru kofamir
kallaðir sœluhús, og hefur það verið notað
um gististaði á fjallvegum um allt land.
„Annars eru göngukofamir oft lélegir og illa
til hafðir, en þeir em mjög víða á afréttum,“
ritar Þorvaldur Thoroddsen um aldamótin. 6
Samkvæmt ofansögðu hefur Fljótsdals-
hreppur lrklega tekið alfarið við kofabygg-
ingum á afréttum sveitarinnar upp úr 1872,
þegar fjallskilareglugerð var fyrst sett.
I jafnaðarreikningum Fljótsdalshrepps sá
ég kofabygginga fyrst getið fjárhagsárið
1879-80. Þar stendur: „Til kofabygginga á
afréttum eptir fjallskilalögum. kr. 190,33.“
Síðan er þetta fastur útgjaldaliður. (1880-81:
17,25 kr.; 1884-85: 30 kr.; 1886-87: 48 kr.;
1887-88: 24 kr.; 1889-90: 137 kr. (í grenja-
kostnað og kofabyggingar); 1893-94: 53,50
kr.; 1897-98: 4 kr.; 23,50? kr.; 1898-99: 62,60
kr; 1899-1900: 15,80 kr; 1901-1902: 259,22
kr.). Vanalega er þetta kallað „Til bygginga á
göngukofum“ enda þótt oftast sé um að ræða
endurbætur eða viðhald.7
Af þessu sést að verulegt átak er gert í
kofabyggingum eða endumýjun kofanna um
1880, og aftur um aldamótin, eða 1901. Ljóst
er að kofamir hafa þurft mikið viðhald, og
mun hafa þurft að endurbyggja þá á 1-2
áratuga fresti. Kemur þar m.a. til, að þeir hafa
sumir staðið á jarðvegi sem frost fór ekki úr
um aldamótin. Núverandi kofabyggingar
munu engar vera eldri en svo sem hálfrar
aldar gamlar.
Pétur Sveinsson frá Bessastöðum segir í
ævisögu sinni:
75