Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 77

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 77
Gangnakofar tæplega verið framfylgt, er ljóst að ásókn í notkun afrétta hlaut að aukast mjög með þessari reglugerð. I henni er einnig að finna eftirfarandi grein um kofa- byggingar: Við Eyjabakkakofa 29. júlí 1935. Frávinstri: Sigurður frá Brún, Sigurður Þórarinsson, Pálmi Flannesson og Steindór Steindórsson. Ljósm. Ingólfur Davíðsson. „Þar sem afréttir eru víðlendar og hreppsnefnd þykir þurfa, skal á sveitar kostnað byggja göngukofa á hentugum stöðum, svo gangnamenn geti notið þar húsaskjóls, þegar þarf, meðan á göngum stendur. Þeir kofar skulu vera svo rúmmiklir, að í þeim geti verið allir þeir menn, sem þá afrétt þurfa að ganga. Skulu þrep vera umhverfis íþeim inni, eða með annari hlið, svo breið, að menn geti legið á þversum, og á þeim hafa hey eða lyng til mýkinda; svo skal ganga frá dyrum, að eigifenni inn á vetrum. Tópt skal byggja hjá gangnakofum, ef hreppsnefnd þykir þurfa, til að hýsa í um nótt kindur, semfinnast í seinni göngum, þá er göngumenn þrýtur dag í byggð. “ 5 Svipað ákvæði er í fjallskilareglugerð Suður-Múlasýslu, en í reglugerðum annara sýslna eru ákvæðin ekki svo ýtarleg og sumsstaðar engin. I Amessýslu eru kofamir kallaðir sœluhús, og hefur það verið notað um gististaði á fjallvegum um allt land. „Annars eru göngukofamir oft lélegir og illa til hafðir, en þeir em mjög víða á afréttum,“ ritar Þorvaldur Thoroddsen um aldamótin. 6 Samkvæmt ofansögðu hefur Fljótsdals- hreppur lrklega tekið alfarið við kofabygg- ingum á afréttum sveitarinnar upp úr 1872, þegar fjallskilareglugerð var fyrst sett. I jafnaðarreikningum Fljótsdalshrepps sá ég kofabygginga fyrst getið fjárhagsárið 1879-80. Þar stendur: „Til kofabygginga á afréttum eptir fjallskilalögum. kr. 190,33.“ Síðan er þetta fastur útgjaldaliður. (1880-81: 17,25 kr.; 1884-85: 30 kr.; 1886-87: 48 kr.; 1887-88: 24 kr.; 1889-90: 137 kr. (í grenja- kostnað og kofabyggingar); 1893-94: 53,50 kr.; 1897-98: 4 kr.; 23,50? kr.; 1898-99: 62,60 kr; 1899-1900: 15,80 kr; 1901-1902: 259,22 kr.). Vanalega er þetta kallað „Til bygginga á göngukofum“ enda þótt oftast sé um að ræða endurbætur eða viðhald.7 Af þessu sést að verulegt átak er gert í kofabyggingum eða endumýjun kofanna um 1880, og aftur um aldamótin, eða 1901. Ljóst er að kofamir hafa þurft mikið viðhald, og mun hafa þurft að endurbyggja þá á 1-2 áratuga fresti. Kemur þar m.a. til, að þeir hafa sumir staðið á jarðvegi sem frost fór ekki úr um aldamótin. Núverandi kofabyggingar munu engar vera eldri en svo sem hálfrar aldar gamlar. Pétur Sveinsson frá Bessastöðum segir í ævisögu sinni: 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.