Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 79
Gangnakofar
„Við bjuggum í tjöldum, og gistum
líka sumir í leitarmannakofum, sem
standa á holtum og melum báðurn megin
mýrlendisins. Komum fyrst að Lauga-
kofa, en þar er dálítill jarðhiti skammt
frá. Hinir heita Hálsakofi og Eyjabakka-
kofi. Allir gerðir úr grjóti og torfi og
Hálskofi 25.júlí 1935. Ljósm. Ingólfur Davíðsson.
Við Hálskofa 27. júlí 1935. Frá vinstri: Magnús Björnsson, Finnur Jónsson
og Johannes Gróntved. Ljósm. Ingólfur Davíðsson.
Sama lag var á flest-
öllum kofunum, svipað
og á hesthúsum í byggð-
inni. Þetta voru ferkönt-
uð hús, heldur lengri en
þau voru breið, og
breiddin miðuð við að
menn gætu legið þvert í
þeim, þ.e. um 2 m að
innanmáli, og lengdin 3-
4 m. Veggir voru hlaðnir
úr grjóti, stundum úr torfi
ofantil, og oft voru torf-
lög milli grjótlaga að
utanverðu, tii að veggir
greru og stæðu betur. Á
sumum kofum voru grasi
vaxnir torfveggir, líklega
hlaðnir úr sniddu. Stutt-
veggir voru hlaðnir upp í stafna, og
mæniás lagður á milli þeirra, sem reft var
á frá langveggjum, eins og í hesthúsum. I
hinum stærri kofum var ein stoð undir
mæniás í miðjum kofa.
Ingólfur Davíðsson grasafræðingur
fór um Eyjabakkasvæðið sumarið 1935, í
fríðum flokki náttúrufræðinga. Tók hann
nokkrar myndir af kofunum, sem eru hin
merkasta heimild um gerð þeirra og útlit
á fyrra helmingi 20. aldar. Hann ritaði
grein í Tímann 22. mars 1981, og birti
þar nokkrar af þessurn myndum. Þar ritar
hann:
þekjur grjótbornar, vegna veðra....
Leitarmannakofarnir hafa mörgum
manni veitt skjól og næturvist, þótt
þröngir séu og lágir í lofti. “
Eins og sjá má á myndum Ingólfs voru
dyr ýmist á stafni eða á annari langhlið-
inni, við annan enda kofans. Oftast munu
þær hafa opnast inn í húsið, en það gat
valdið vandræðum þegar opna þurfti
kofana á vetrum, og svell höfðu myndast
í þeim. Auk þess gátu kindur lokast inni í
77