Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 82
Múlaþing
Sauðárkofi um 1950. Þetta er norðurstafn kofans, með „vindauga", sem hleri
var lagður fyrir. Maðurinn á myndinni er líklega Olafur Jónsson ráðunautur.
Ljósm. Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði.
Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritari getur
þess, að hann var fenginn til að segja
sögur í gangnakofum Fljótsdælinga,
þegar hann átti heima hjá Mekkínu
frænku sinni á Egilsstöðum í Fljótsdal,
um 1875-80. „Á þeim slóðum hlaut
Sigfús þjálfun í frásagnarlist“, ritar Jón
Hnefill í ævisögu Sigfúsar í hinni nýju
útgáfu þjóðsagna hans. Sé það rétt hefur
gangnakofamenning Fljótsdæla borið
ríkulegan ávöxt.
Fyrr á árum hafa einstaka gangna-
menn sjálfsagt haft með sér brennivín á
ferðapela, en eftir miðja þessa öld verður
brennivínsdrykkja nánast fastur þáttur í
kofalífinu, sérstaklega það kvöld sem
komið er fyrst í kofa úr byggð, og menn
eru óþreyttir. Um það vitnar mikið safn af
svartadauðaflöskum, sem finna má við
suma kofa.
„Oft er glatt á hjalla fyrsta kvöldið í
Kofa....gjarnan er látið út í kaffið eitt-
Þetta ritar Aðalsteinn
Aðalsteinsson frá Vað-
brekku 1987.15 (Sjá
einnig grein Brynjólfs
Bergsteinssonar á Hafra-
felli: Göngur og réttir í
Fellum, í Fellamanna-
hók, bls. 216-266).
Breytingar á hlutverki kofanna
Á síðustu árum hefur víðast hvar
orðið gerbreyting á tilhögun fjallgangna,
með tilkomu bílfærra slóða og vega, og
notkun fjórhjóla og vélsleða. Auk þess
hefur sauðfénu fækkað verulega og mun
að líkindum fara enn fækkandi næstu
árin, jafnframt því sem sauðfjárbændum
fækkar líka. Lögbundin fjallskil verða
því stöðugt meiri vandkvæðum bundin,
sérstaklega þar sem afréttir eru víðlendar
eins og í Fljótsdalshreppi. Eins og fram
kemur hér á eftir fækkaði kofum sem
voru í notkun á Fljótsdalsafréttum veru-
lega upp úr 1970, jafnframt því sem
byggðir voru nýir gistiskálar fyrir
gangnamenn.
Að því virðist reka, að göngur leggist
niður í núverandi mynd, og þá verða
gangnakofarnir einnig að mestu óþarfir,
hvað bragðbœtandi, sem
hressir, bætir og kætir,
en síðan dregnir fram
gítarar og spilað og
sungið fram eftir kvöldi,
og margan þorrablóts-
braginn er búið að
syngja fullum hálsi í
Sauðárkofa. Inn á milli
eru sagðar sögur, og eru
þetta oft hin skemmti-
legustu kvöld. “
80