Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 85
Gangnakofar
Flugmynd af Suðurfelli (Kiðufelli) í Fljótsdal. Sér út eftir fellinu. Þorgerðarstaðadalur til vinstri,
Villingadalur, með gljúfrum Fellsár og Sultarranaár til hœgri. Suðurfellskofi er mjög nálœgt neðri
mörkum myndar, en tœplega greinanlegur. Ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson.
var lagstur niður var ekki hægt að opna
hurðina. Kofinn var úr torfi og grjóti, þakið á
mæniás og röftum, með hrístróði, sem tyrft
var yfir, og stoð í miðjum kofa. Orf og ljár
var í kofanum, til að slá gras á gólfið.21
Arið 1939 var kofinn lengdur um eina 2
metra, og um 1950 var sett á hann járnþak,
þakið torl'i. Við þá framkvæmd vann
Þórhallur meðal annarra. Hætt var að nota
kofann árið 196820, en hann stendur enn
uppi.
3. Sjónarhólskofi
Sjónarhólskofi var innantil á Múlaafrétt,
vestan Keldár, beint austur af Snæfelli, innst
í Heiðarárbug (Heiðarbug), sem er kenndur
við Innri-Heiðará, er fellur í Jökulsá í
Fljótsdal. Kofinn var á gróðurlítilli melöldu,
er Sjónarhóll nefnist, um 1 km NV af þeim
stað þar sem Folakvísl fellur í Keldá, en
kvíslin kemur úr Folavatni, um 2 km SV
kofans. Sunnan við kvíslina er Kofahraun,
nokkuð áberandi klettahæð. Kofinn var
byggður um aldamótin 1900.
Ýmsir hafa undrast staðsetningu þessa
kofa, því að hann er ekki nálægt neinu vatns-
falli og myndi því vera erfitt að rata í hann í
dimmviðri, en hins vegar sást hann langt að í
björtu. Ekki er þar heldur nein beit.
Níels Pétursson segir að Baldvin Bene-
diktsson á Þorgerðarstöðum hafi byggt
Sjónarhólskofann á eigin spýtur, og hann
hafi ekki verið á vegum hreppsins. Hann var
aðeins notaður í eftirleitum, og var stað-
83