Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 86
Múlaþing
Rúst Sjónarhólskofa. Maðurínn er Hákon Aðalsteinsson frá Neskaupstað.
Ljósm. Einar Þórarinsson, Neskaupstað. [Myndin er prentuð í skýrslu hans „Hraunavirkjun “ 1997].
setning hans og stærð miðuð við það hlut-
verk. Segist Níels aldrei hafa gist í þessum
kofa. Kofinn hefur verið lítill, líklega aðeins
rúmað 3-4 menn.
„Kofinn var hlaðinn úr andesíthell-
um, sem nóg er af í grenndinni. Gengið
var frá þaki líkt og í Eyjakofa. Hann var
grafinn nokkuð niður, og voru tröppur
niður í hann. Lítið hyrgi var austan við
kofann, sem ætlað var sem skjól fyrir
hunda. Hætt var að nota kofann fyrir
1936, en það ár kom Þórhallur Björg-
vinsson að honum í fyrsta sinn, og var
hann þá aðfalli kominn.“
Vegghleðslur stóðu þó enn haustið
1993.22
Til er reikningur frá Baldvin, „yfir
kostnað við byggingu göngukofa á Múl-
anum, haustið 1897“. Til byggingarinnar
hafa farið 5 karlmannsdagsverk, á 11,50
kr., 6 hestadagsverk á 6 kr. og trjáviður
fyrir 6 kr. Samtals 23,50 kr. Reikning-
urinn er dagsettur 8. nóv. 1898. 23 Sam-
kvæmt ofansögðu er líklegt að hér sé um
Sjónarhólskofann að ræða, sem hefur þá
a.m.k. verið kostaður af hreppnum.
4. Bergkvíslakofi - Eyjabakkakofi
(Eyjakofi)
Bergkvíslakofi var innsti kofinn á
Múlaafrétt. Hann stóð syðst og vestast á
stykki því er Múlahraun (eða Kofahraun)
kallast, milli Jökulsár og Keldár, inn við Ytri-
Bergkvísl, sem einnig er nefnd Kofakvísl, og
fellur í Jökulsá utan við Eyjafell.
Kofinn stóð mjög nálægt kvíslinni, sem
smám saman gekk á landið þama og braut
bakkann upp. Neyddust menn því til að færa
kofann, eða öllu heldur að byggja annan,
niðri á sléttlendinu við Begkvíslaaura, utar
og neðar en sá gamli var, og fjær
Bergkvíslinni. Má vera að vosbúð sú er
84