Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 87
Gangnakofar
Loftmynd af Eyjabakkakofa. Kofinn er neðst á meltungu er gengur fram á aura við Ytri-Bergkvísl.
Ljósm. Skarph. G. Þórisson.
gangnamenn lentu í um aldamótin 1900, og
Methúaselm Kjerúlf segir frá, hafi orðið til
að flýta þessum framkvæmdum.
Níels í Seli segist hafa komið að tótt
gamla Bergkvíslakofans, og hafi kvíslin þá
verið búin að brjóta hluta hans niður, nema
annar stafninn stóð enn. Hann varð hissa að
finna þar ræksni af gamalli olíuvél í tótta-
brotinu. Þórhallur á Þorgerðarstöðum kom
líka að tóttinni í sínum fyrstu göngum 1936,
og var áin þá búin að grafa sig inn í þær
miðjíir. Nú er þessi tótt alveg horfin.
Yngri kofinn hefur líklega verið byggður
um aldamótin, því skv. reikningum Fljóts-
dalshrepps (áður tilvitnað), hefur 80 kr. verið
varið til Bergkvíslarkofa árið 1901, sem
flestir Múlabændur hafa unnið við, þar af
tveir við sjálfa bygginguna í sex daga, þeir
Torfi Hermannsson í Seli og Einar
Hávarðsson á Glúmsstöðum. Til bygging-
arinnar hafa verið keypt 76 fet af
hálfplönkum (í rafta), 13 feta júfferta
(mænisás), og 39 fet af borðum. Hér er
ekkert til sparað, og auk þess hefur Stefán
Hallgrímsson á Glúmsstöðum smíðað „hurð
og dyraumbúning og glugga“ á kofann.
Borðin hafa líklega verið notuð í pall til
að sofa á, eins og kveðið var á í fjallskila-
reglugerð, enda segir Rögnvaldur Erlings-
son, að í hans gangnatíð hafi verið trépallur í
kofanum, og veit hann ekki til að það væri í
öðrum kofum á þeim tíma. Þórhallur
Björgvinsson lýsir kofanum svo:
„Mœniás og raftar voru íþaki, en stoð í
miðju. Hellulagt var á raftana og tyrft yfir.
Hlaðið set var fyrir innendanum, þar sem
gangnaforingi og eldri menn lágu, en á
gólfinu framan við lágu yngri menn og
óbreyttir. „Komfír“ eða hlaðið skot var í
vegginn, fiyrir prímus og potta. Kofinn
rúmaði þá 8 menn sem lengst af voru í
göngum á Múla.“ 25
85