Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 89
Gangnakofar
„Ekki var aðkoman góð,
því að svo rann inn um torf-
þekjuna, að vœtlaði upp úr
heyinu, sem var á gólfinu og
hggja átti á. Urðum við að
sitja á hnökkum okkar uppi
við vegg og hafa skinnleista á
fótum, svo við kœmumst þurrt
um kofann. Þurr plögg höfðu
menn í eltiskinnsskjóðum.
Þarna urðum við að
hírast í þrjú dœgur, því að
sama veður hélst daginn eftir.
A miðvikudag var komið gott
veður, og var þeim degi varið
til að leita Kiðafellshraun
betur. Fannst þar um 70 fjár.
Komu menn nú að mestu
þurrir í kofann það kvöld. En
a fimmtudagsmorgun vakna
eg við það, að ég er rennandi
blautur orðinn. Er þá komið
svo mikið vestanrok, að kvísl-
ln< sem kofinn stóð austan
við, á sléttum eyrum, rauk
eins og mjöll yfir hann.
Op eða gat var á kofa-
þekjunni, sem gengið var út
°g inn um ístað dyra; var svo
haft til þess, að áin gœti ekki
flcett inn í kofann, þótt hún
bólgnaði upp í frostum. Lá ég
Hrakstrandarkofi við Hrakstrandarfoss í Jökulsá.
Ljósm. Skarph. G. Þórisson.
að þessu sinni undir hlera þeim, sem fyrir
°pi þessu var, og hafði fengið drjúga ágjöf
inn með honum, eins ogfyrr segir. “
Vatnaskrattinn undanEyjabakkafossi
I Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar eru
nokkrar sagnir af „vatnaskröttum“. Þar á
nieðal er saga, sem hann hefur ritað eftir
Einari Eiríkssyni bónda á Sævarenda í
Loðmundarfirði, sem tengist kofa á
Múlaafrétt, skammt frá Jökulsá, en ekki
er ljóst af sögunni hvaða kofa er um að
ræða.
Einar segist eitt sinn hafa verið í
eftirleit á Múlaafrétt, „með göngumanni
miklum, Stefáni Kjartanssyni, og svo
87