Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 93
Birgir Thorlacius
s
Ymislegt um
Búlandsnes
Við Hamarsfjörð og Berufjörð í
Suður-Múlasýslu er mikið fjalllendi
m.a. Búlandstindur við Berufjörð.
Meðfram þessum fjöllum er lítið undirlendi
en við enda þeirra tekur við Búlandsnesið,
sem er allmikið undirlendi, mýrar og móar,
sandar, hraun og stöðuvötn. Nesið er mjög
vogskorið. Allt þetta land heyrði upphaflega
til jörðinni Búlandsnesi, en þar bjuggu
foreldrar mínir í þrjátíu ár. Búlandsnes-
bærinn stóð Hamarsfjarðarmegin á nesinu.
Hamarsfjörður og Álftafjörður eru nánast
eins og stór stöðuvötn, en djúpt sund við
Búlandsnesið tengir Hamarsfjörðinn við
úthafið. Á fjörðum þessum var mikið um
fugla á vetrum t.d.hávellur, teistur og
haftyrðla. Hjáleigur Búlandsness voru tvær,
Bjargarrétt og Borgargarður. Hin síðar-
nefnda varð sjálfstætt býli, en Bjargarrétt fór
í eyði þegar Guðni Eiríksson og kona hans
Kristín Ásmundsdóttir fluttu þaðan út á
Djúpavog. Nú er mikil skógrækt í Bjargarrétt
og einnig á hluta af túni Búlandsness. Er
það ánægjuleg framkvæmd, en þó álít ég
mistök að hafa þéttan og háan skóg við hina
Búlandsnes árið 1924.
Ljósm. Haukur Þorleifsson.
sérkennilegu og fallegu kletta við gamla
bæjarstæðið, Litla- og Stóra Setberg.
Ut af Búlandsnesinu voru nokkrar eyjar.
Hvaley, Tögl og Ytri-Kálkur, sem allar
tilheyrðu Búlandsnesi og var djúpt og
straumhart sund milli Hvaleyjar og lands.
Mikið æðar- og kríuvarp var í eyjunum,
sérstaklega Hvaley, sem var langstærst.
Einnig var töluvert lundavarp í eyjunum og
ýmsar aðrar fuglategundir áttu þar heim-
kynni svo sem stelkar, óðinshanar, sand-
lóur, teistur, fýlar og svartbakar.
Nafnið Búlandsnes er gamalt og kemur
fyrir í Landnámu og Njálssögu. Örnefni
þarna á nesinu minna á Þangbrand; Brands-
vogur og Brandsvík. Búlandsnes var krist-
fjárjörð, en það táknaði að á slíkum jörðum
skyldi framfleytt svo og svo mörgu bjarg-
þrota fólki. Biskupinn í Skálholti hafði fyrr
á tíð byggingarumráð á Búlandsnesi og er
minnst á byggingu jarðarinnar í bréfi
Gissurar biskups Einarssonar árið 1541.
Jörðin hefur þá sennilega fyrir löngu verið
orðin kristfjárjörð en gjafabréf fyrir henni
mun glatað. Síðar breyttist umsjá kristfjár-
jarða þannig, að þær hurfu undir forræði
hreppsnefnda og greitt var af þeim afgjald í
sveitarsjóð og þá létt af þeim kvöðinni um
91