Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 113
Teigagerðisklöpp við Reyðarfjörð, byggt 1888 af Jens Olsen.
Fólkið á myndinni taliðfrá vinstri: Jens Olsen með Lárus Ingvar, Anna Stefánsdóttir, kona Jens, Marta
Ólína, Anna Sigríður, Ásdís Jensína, Nikulína Jóhanna Nikulásdóttir með Nikulínu Jóhönnu, Jónína Guðrún,
Sveinn Kristinn, Guðni Pétursson, Stefán Jóhann, Pétur Tómasson, Bjarni Nikulásson, Jón Steinsson.
Úr bréftfrá Unu S. Asmundsdóttur, Norðurstíg 5 Siglufirði.
Siglufirði 14. ágúst 1984.
Það er nú að nálgast ár síðan ég lofaði móður minni (N. Jóhönnu Ólsen D.A.B. Borgamesi)
að senda ykkur þessa mynd sem var tekin árið 1904, þá var hún á fyrsta ári... Jens og Anna
bjuggu allan sinn búskap í þessu húsi og önduðust þar með þriggja mánaða millibili árið 1928,
þau eignuðust 9 böm og eru þau öll á myndinni að undanskyldu elsta baminu Óla sem dó
ungabarn. Sjálf er ég fædd þarna 1927 og uppalin, fer hér norður 1944 og foreldrar mínir komu
hingað 1945. Húsið er nú allbreytt orðið og er nú í eigu frænku minnar (við erum systkinadætur)
Önnu Stefánsdóttur og ntanns hennar Halldórs Snorrasonar, þau búa í Rvk....
Bestu kveðjur,
Una Ásmundsdóttir
Norðurg. 5
Siglufirði
111