Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 115
Helgi Gíslason frá Hrappsstöðum
Fyrirmyndir að
persónum í
Fjallkirkjunni
/^víða í skáldsögum mun tekið fyrir
I ljafn fjölbreytilegt mannlíf að lýsa
og í skáldsögu Gunnars Gunnars-
sonar Fjallkirkjunni. Þegar litið er yfir
allan þann grúa af persónum sem skáldið
skapar í sögum sínum er síst að undra þótt
líking finnist með þeim og því mannlífi sem
næst honum stóð og hann þekkti best í
uppvexti og síðar á ævinni. Þó held ég að
margar þær persónur sem kunnuglegast
koma fyrir á sögusviði skáldsins séu að
ýmsu táknrænar og slungnar mörgum þeim
þáttum sem gerir þær trúverðugri fulltrúa
fyrir mannlífið í heild, svo úr verður sá
dýrðlegi skáldskapur sem Fjallkirkjan
vissulega er. A sögusviði kemur fyrir viss
líking við æskustöðvar skáldsins bæði í
Fljótsdal og Vopnafirði, sem nefndur er
Hamrafjörður og Þrídæla sveit með Tanga-
kaupstað, en allt er þetta táknrænt og upp-
hafið að hugljómun skáldsins sem skrifar
söguna í framandi landi, Danmörku, þar
sem náttúrufar allt er fullkomin andstæða
Gunnar Gunnarsson.
Teikning eftir Otto Christensen
við það sem gerist á norðaustanverðu
Islandi. Begga gamla, í sögunni (nefnd
Bergljót Sigurðardóttir), er táknrænn full-
trúi fyrir þær konur sem á síðustu öld og
fram yfir aldamót voru víða nokkurs konar
fylgifé heimilanna. Voru vinir lífsins og
héldu í hönd með bömunum sem í framtíð
áttu að erfa landið. Frægast dæmi um þessar
konur frá sögutíma Fjallkirkjunnar er
Ingibjörg Jónsdóttir í Krossavík. Hún var
frændkona að 2. og 3. við Margréti húsfrú
þar, föðursystur skáldsins. Öll létu þau
Krossavíkursystkin heita nafni hennar, því
hún var sem önnur móðir þeirra.
Nokkrar persónur sem heimamenn í
Vopnafirði þóttust þekkja á sögusviði
Fjallkirkjunnar:
1. Arni frændi báglegt skáld. Kveikj-
an að honum var álitinn Jón Gunnarsson,
föðurbróðir skáldsins, sem dó hjá Margréti
systur sinni í Krossavík 15. september
1896, 29 ára að aldri, efnilegur maður en
hafði lengi verið heilsuveill. Hann var talinn
góður hagyrðingur og skiptist á bréfum og
113