Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Síða 116
Múlaþing
Jón Gunnarsson, Árni frœndi báglegt skáld.
ljóðum við frænda sinn Bjarna Jónsson frá
Þuríðarstöðum, síðar ritstjóra „Bjarma“
kennara og meðhjálpara í Reykjavík (sjá
austfirska fræðiritið Austurlandl II). Bjami
Jónsson var sonardóttursonur Hallgríms í
Sandfelli. Bjami orkti m.a. söngkvæðið „I
heiðardalnum er heimbyggð mín“. Jórunn
dóttir Bjama er fulltrúi í ljóðasýnisbókinni
austfirsku „Aldrei gleymist Austurland".
Ámi frændi er á sögusviði í Fljótsdal, því
hann dó sama árið og fjölskylda þessi fluttist
til Vopnafjarðar.
2. Geitistaða Gvendur. Hann er í
sögunni eins og hann kemur fyrir af
skepnunni hann „Gilsárvalla-Gvendur".
Umskiptingur samkvæmt þjóðtrúnni, rudda-
menni og umrenningur. Foreldrar hans
bjuggu um tíma á Áslaugarstöðum í
Vopnafirði og þar dó Guðmundur faðir hans
en móðir hans, Soffía Sigurðardóttir frá
Skógum í Öxarfirði, giftist aftur Ólafi
Stefánssyni á Gilsárvöllum í Borgarfirði.
Gvendur var skyldur skáldinu því systir
Soffíu var Elísabet móðir Gunnars á Brekku,
föður Gunnars á Ljótsstöðum. Gvendur er á
sögusviði í Fljótsdalnum og er fulltrúi fyrir
kynlega kvisti og allt misyndi í mannlífinu.
3. Nonni, sem í sögunni er sagður sonur
Beggu gömlu, hefur líkingu af Jóni
Stefánssyni frá Gunnlaugsstöðum á Völlum
sem síðar fluttist til Vopnafjarðar ásamt
móður sinni Maríu Þorleifsdóttur frá Hrjót.
Þau voru á ýmsum stöðum í Vesturárdal og
ekki er víst að þau hafi nokkuð verið á
Ljótsstöðum. Jón Stefánsson átti bam með
Maríu Mensaldursdóttur, ættaðri af Bem-
fjarðarströnd. Hún kemur fyrir í sögunni
sem María Mens. María varð skammlíf og
dó af barnsförum en bamið lifði og var skírt
María eftir móður sinni. Jón Stefánsson bjó
um tíma á Ytra-Nýpi í Vópnafirði, 1904-
1910, en síðast í Miðfirði á Strönd með
Maríu dóttur sinni. Lyrirmynd að Beggu
gömlu ætti þá eftir þessu að vera María
Þorleifsdóttir en Begga er áreiðanlega tákn-
ræn fyrir konur af þeirri gerð.
4. Sigga Mens var Sigríður Mens-
aldursdóttir, systir Maríu, og fluttist til
Vopnafjarðar á svipuðum tíma. Sigríður
giftist Jóni Sveinssyni frá Rjúpnafelli í
Vopnafirði og áttu einn son. Sigríður varð
skammlíf eins og systir hennar. Jón
Gunnarsson bjó með seinni konu sinni,
Sigurveigu Sigurjónsdóttur í Lremri Hlíð og
Norðurskálanesi í Vopnafirði.
114