Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 120
Múlaþing
Friðrik sálugi læknir og María kona hans, sem vitnað er til í sögunni, virðast eiga að tákna Ágúst Jónsson,
hómópata, og konu hans Halldóru Magnúsdóttur.
til Ameríku. Jósep hafði þá verið uppreisn-
argjarn og óhlýðinn og hafði oft lent í
handalögmáli með þeim. En þótt Jósep
væri þrekmaður þá mátti hann láta í minni
pokann fyrir Jörgen því hann var snarpur
glímumaður og harðfylginn að hverju sem
hann gekk. Þegar svo þessir fomu félagar
voru orðnir samsveitungar í Vopnafirði þá
var Jörgen í Krossavík sá eini af Vopn-
firðingum sem Jósep hafði svolítinn ótta af
að sýna lítilsvirðingu.
13. Friðrik sálugi læknir og María
kona hans, sem vitnað er til í sögunni,
virðast eiga að tákna Ágúst Jónson,
hómópata, og konu hans Halldóru Magnús-
dóttur sem bjuggu á Ljótsstaðapartinum
sem fjölskylda skáldsins fluttist á 1896 en
þau voru þá bæði fyrir stuttu dáin. Stórar
myndir af þeim í gömlu stofu telur skáldið
sál bæjarins. Og víst er um það að minn-
ingin um þessi hjón var fastmótuð í sál
margra Vopnfirðinga, langt fram á þessa
öld. Ágúst Jónsson, hómópati (kallaður
læknir) var hinn mesti gáfu- og fyrirmaður,
sonur Jóns prests „helsingja“ Jónssonar
„lærða“ prests á Núpufelli. Halldóra kona
hans var dóttir Magnúsar læknis í Fljótum í
Skagafirði og bróðir hennar var Grímur
bóndi á Minni-Reykjum í Fljótum faðir Dúa
föður dr. Jóns. Systir Halldóru á Ljótsstöð-
um var Guðrún er fyrr átti Eggert bróður
Eyjólfs bónda á Vindheimum í Skagafirði,
og voru þau foreldrar Margrétar seinni konu
Gunnars á Ljótsstöðum. Seinni maður
Guðrúnar var Árni Sigfússon frá Sunnudal.
Þau fluttu til Brasilíu. Margrét, stjúpa
skáldsins, var því alin upp hjá móðursystur
sinni á Ljótsstöðum. Ágúst og Halldóra
héldu gullbrúðkaup sitt á Mikjálsmessu 29.
sept 1892 og hlutu þá heiðurs- og þakkar-
skjal undirritað af fjölmörgum Vopnfirð-
ingum en 4 árum seinna, þegar Gunnar og
Katrín komu í Ljótsstaði, voru þau horfin af
118