Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 121
Fjallkirkjan
sviðinu. Frímann sonur þeirra bjó um tíma
á Ljótsstöðum og átti Ingibjörgu Jónsdóttur
frá Urðarteigi á Berufjarðarströnd. Þau
voru farin til Ameríku þegar saga skáldsins
hefst á Ljótsstöðum og einnig börn þeirra,
nema Ágúst smiður.
14. Stefán Arnason snikkari. Stebbi
smiður, sem kemur fyrir á sögusviði sem
smiður við húsbygginguna á Grímsstöðum
og víðar. Enda þótt fjöldi smiða væri í
Vopnafirði á þessum tíma, bæði lærðir og
ólærðir, þá hníga öll rök að því að hér sé
tekið mið af Ágústi Frímannssyni frá
Ljótsstöðum. Hann hafði ekki viljað fara
með foreldrum sínum til Ameríku. Hefur
ekki viljað yfirgefa afa sinn og ömmu,
Agúst og Halldóru, meðan þau væru á lífi.
Það eru öruggar heimildir fyrir því að Ágúst
þessi Frímannsson smíðaði baðstofuna á
Ljótsstöðum fyrir Gunnar einhvem tíma rétt
um aldamótin eða stuttu síðar. Ágúst
Frímannsson fór síðar til Ameríku, trúlof-
aður eða giftur, en nú er gleymt hver kona
hans var.
15. Karl, gullsmiður á Végeirsstöðum,
faðir Onnu sem skáldið gældi við í ástar-
draumum sínum á fermingaraldri og er
mikill mórall á sögusviði. Fyrirmynd að
þessum persónum voru talin Björn Pálsson,
gullsmiður á Vakursstöðum, og dóttir hans
Lára en systir hennar sem nefnd er Hildi-
ríður, hét Dórhildur og voru þær dætur fyrri
konu Bjöms, Margrétar Björnsdóttur um-
boðsmanns Skúlasonar á Eyjólfsstöðum á
Völlum og Bergljótar Sigurðardóttur stúd-
ents á Eyjólfsstöðum Guðmundssonar
sýslumanns í Krossavík. Bjöm gullsmiður
var sonur Páls Sigurðssonar bróður Berg-
Ijótar. Síðari kona Bjöms gullsmiðs var
Rannveig Nikulásdóttir Jafetssonar úr
Reykjavík, skörungskona. Kölluð í sögunni
Fyrirmynd Ónnu sem skáldið gældi við í ástar-
draumum sínum á fermingaraldri, Lára Björns-
dóttir. Með henni á myndinni er systir hennar
Dórhildur, nefnd Hildiríður í sögunni.
Bjarney Helgadóttir kennslukona hjá
Veltesen, verslunarstjóra, en þar mun átt við
Sigurð Jóhansen, norskan mann sem var fá
ár verslunarstjóri við verslunina „Fram-
tíðin“, hlutafélag stofnað rétt fyrir alda-
mótin. Hann var illa fallinn til verslunar-
stjórnar vegna þess hve skapbráður hann
var og gat þá oft orðið viti sínu fjær og gæti
nafngiftin í sögunni átt eitthvað skylt við
það því hann talaði bjagaða íslensku. Hann
var annars vel mikilhæfur maður.
Björn gullsmiður og Margrét [bjuggu]
119