Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 122
Múlaþing
Séra Björn á Stað er Jón Jónsson prestur á Hofi í
Vopnafirði.
fyrir og eftir 1890 á Búastöðum og fóru
þaðan til Ameríku 1893 en festu þar ekki yndi
og vom komin aftur 1895 og bjuggu þá á
Ljótsstöðum en urðu að víkja þaðan þegar
fjölskylda skáldsins fluttist í Ljótsstaði 1896.
Þá fluttu þau á part úr Vakursstöðum.
Margrét dó 1901. Bjöm bjó lengst af með
seinni konu sinni á Refsstað fram um 1930.
Það hefur verið haft fyrir satt að einhver
kritur hafi orðið með þeim bændunum Bimi
og Gunnari út af ábúðinni á Ljótsstöðum
þegar Bjöm skilaði af sér en Gunnar tók við
og hafi síðan aldrei gróið um heilt. Þegar svo
síðar varð vart við samdrátt þeirra fermingar-
systkinanna, Láru og Gunnars skálds, þá hafi
Bjöm, faðir Lám, tekið af skarið. Lára fór
ung til Ameríku og giftist þar en Dórhildur dó
fullorðin af bamsfömm áRefsstað 1926.
16. Valdór á Végeirsstöðum. fjall-
kóngur með meiru.
Végeirsstaðir í Valadal mun eiga að
tákna Vakursstaði í Vesturárdal og er næsti
bær við Ljótsstaði, innar í dalnum. A
Vakursstöðum bjó á þessum tíma á móti
Bimi gullsmið Vigfús Jónsson, ókvæntur en
bjó með systur sinni Arnþrúði sem einnig
var ógift. Bæði vora þau skömngar miklir í
búskap og stjómsöm, einkum Vigfús.
Vigfús var sonur Jóns Jónssonar, sem
lengi var hreppsstjóri á Vakursstöðum.
Vigfús var bróðir Sigurðar hreppsstjóra á
Vakursstöðum sem dó 1893. Voru þeir
bræður lengi mestu ráðamenn sveitar sinnar
á síðari hluta 19. aldar, því Vigfús var lengi
oddviti, en á sögutíma Fjallkirkjunnar mun
hann hafa verið hættur að vera fjallkóngur
og mun sú nafngift eiga að merkja
ráðamennsku hans í sveitinni forðum daga.
17. Séra Björn á Stað kemur fyrir á
sögusviði sem gestgjafi fjölskyldu skálds-
ins á búferlaflutningi til Hamrafjarðar. Það
hefur verið túlkað svo að hér væri átt við
séra Jón Jónsson sem prestur var á Hofi í
Vopnafirði á þeim tíma er búferlin áttu sér
stað 1896. Séra Jón fluttist frá Mosfelli í
Grímsnesi að Hofi 1882 þá aldraður og var
þar prestur til dauðadags 1898. Séra Jón
var hinn besti klerkur og öðlingsmaður og á
margt merkra afkomenda. Hann var m.a.
afi Þórarins skólastjóra á Eiðum og Jóns
Kjartanssonar, forstjóra í Reykjavík. I
sögunni er séra Björn látinn segja það að
það sé vont að komast til Hamrafjarðar en
eftir að menn séu einu sinni komnir þangað
langi þá ekki að fara þaðan aftur. Þessi
ummæli gætu bent til atburðar sem varð í
Vopnafirði þegar séra Jón kom þar. Þegar
séra Halldór á Hofi dó 1881 báðu Vopn-
firðingar um að sonur hans fengi kallið en
kirkjustjóm hafði það að engu og veitti séra
120