Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 124
Múlaþing
Séra Sigurður P. Sívertsen prestur á Hofi í
Vopnafirði erfyrirmynd séra Eiríks T. Eiríkssonar.
Fjandalega á Fossvöllum
fór í þessum kosningum.
Örum og Wúlf kom inn á þing
Ólafi ,,flákjaft“ Vopnfirðing.
Ólafur var ákaflega áhugasamur um öll
almenn framfaramál og lagði sig fram um
að bæta hag bænda og reyna að losa þá af
skuldaklafa verslunarinnar. Það sýndi hann
með bústofnsleigusjóðnum sem hann átti
þátt í að stofna. Þessi danska verslun hafði,
ef svo mætti segja, stundað rányrkju á
viðskiptamönnum sínum um nær aldar
skeið og var því efnahagur víða mjög
þröngur er hér var komið sögu. En eins og
öll rányrkja kemur í koll þá var þessi
verslun komin í þrot á samkeppni við
innlenda verslun þegar hún seldi Kaup-
félagi Vopnfirðinga eignir sínar árið 1918.
21. Arnbjörn Friðbjarnarson, versl-
unarstjóri, kemur fram á sögusviðið sem
vildarvinur fjölskyldu skáldsins og vinnur
að því að koma skuldaskiptum fyrir á
hagfelldari hátt. Fiér mun hafður í huga
Olgeir Friðgeirsson frá Garði í Fnjóskadal
sem tók við verslunarstjórn eftir Ólaf
Davíðsson. Það fór ekki orð af því að hann
væri sérstaklega velviljaður bændum al-
mennt í líkingu við Ólaf Davíðsson. En
Olgeir var á vissan hátt venslaður þessari
fjölskyldu eftir að Gunnar á Ljótsstöðum
kvæntist Margréti Eggertsdóttur, uppeldis-
dóttur Ágústar læknis á Ljótsstöðum. Fyrri
kona Olgeirs verslunarstjóra var Ágústa
Margrét Vigfúsdóttir „borgara“ á Vopna-
firði. Vigfús Sigfússon „borgari“ var ætt-
aður frá Sunnudal í Vopnafirði. Hann gerð-
ist ungur veitingasali og kaupmaður á
Vopnafirði og síðast var hann hreppsstjóri
nokkur ár á síðasta áratug 19. aldar en flutti
til Akureyrar rétt fyrir aldamótin. Vigfús
átti að fyrri konu Margréti dóttur Ágústs
læknis á Ljótsstöðum en hún dó bamlaus.
Þrátt fyrir það voru síðari konu börn
Vigfúsar mikið á Ljótsstöðum hjá Ágústi og
Halldóru, þar á meðal Ágústa Margrét kona
Olgeirs. Þær voru, eins og segir í sögunni,
æskuvinkonur Margrét á Ljótsstöðum og
Ágústa. Ágústa varð skammlíf og Olgeir
giftist aftur Þorbjörgu dóttur Einars
Hallgrímssonar kaupmanns á Seyðisfirði og
Vopnafirði. Síðari kona Vigfúsar borgara
var María Þorvaldsdóttir frá Eyrarlandi í
Eyjafirði, ekkja Karls Grönvolds verslunar-
stjóra á Vopnafirði sem dó ungur 1869 og
var Ágústa kona Olgeirs dóttir þeirra.
122