Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 126
Múlaþing
Jón Jónsson lœknir er fyrirmynd Björns lœknis,
kallaður oft í sögunni „litli maðurinn".
24. Sveinn Einarsson, kennari, sem
getið er í sögunni og fjölskyldu hans sem
fluttist í vesturbæinn á Grímsstöðum þegar
skáldið var innan við fermingu og á bama-
lærdóms aldri.
Árið 1901 fluttist á part af Ljótsstöðum,
Frambæ sem kallað var, Eiríkur Björnsson
af ætt Björns prest Hallasonar á Kolfreyju-
stað í Fáskrúðsfirði og Aðalborg dóttir Jóns
bónda á Ásbrandsstöðum sem kallaður var
„gráskeggur“ af ætt Jóns Gunnlaugssonar
ættfræðings á Skjöldólfsstöðum. Þau höfðu
áður búið á Hróaldsstöðum og Lýtings-
stöðum. í sögunni mun átt við þessa fjöl-
skyldu. Sonur þessara hjóna var Bjöm sem
var kennaramenntaður og heimildir eru um
heimiliskennslu hans á þessu árabili. Þessi
fjölskylda fór til Ameríku 1904. Bræðurnir
voru þrír, gleymt er hvað fyrsti hét en
Sveinn Eiríksson varð læknir og skáld í
Ameríku og kallaði sig þar Bjömsson.
25. Kristján, kennari í fundahúsi
hreppsins, Miklagarði, þar sem skáldinu er
komið fyrir til lærdóms.
Hér mun átt við Kristján Guðnason
kennara frá Grænavatni í Mývatnssveit.
Hann kom til Vopnafjarðar um 1895 sem
heimiliskennari í Torfastaði í Vopnafirði til
Helga Guðlaugssonar og Arnfríðar Jóns-
dóttur frá Garði í Mývatnssveit. Þessi hjón
höfðu áður búið í Haganesi í Mývatnssveit
og Hólsseli á Fjöllum. Kristján var mikill
gáfumaður og frábær kennari. Hann varð
1902 bóndi á Refsstað og hreppstjóri fyrir
eystri hluta Vopnafjarðar til 1908 en þá
flutti hann til Noregs en kom aftur 1925 og
settist að á Húsavík og dó þar 10. mars
1938.
26. Hjónin Ingunn Björnsdóttir frá
Stað og Jóhann Eyjólfsson, kaupfélags-
stjóri, koma við sögu í Fjallkirkjunni. Þau
búa í kauptúninu og hjá þeim er skáldið til
húsa er honum er komið til náms í bama-
skóla þorpsins sem þá er í fundahúsinu
Miklagarði og kennarinn heitir Kristján.
Um aldamótin, þegar skáldið er á
barnaskólaaldri, var ekkert kaupfélag í
Vopnafirði. Ekki stofnað fyrr en 1918.
Aftur á móti var á þessum tíma starfandi
pöntunarfélag til 1903. Þessi kaupfélags-
stjórahjón í sögunni hafa líkingu af Sigríði
Jónsdóttur prófasts á Hofi og manni hennar
Bimi Olafssyni frá Sveinsstöðum í Þingi
Húnavatnssýslu bróður Elínar konu
Methúsalems Einarssonar á Bustarfelli.
Sigríður var sú eina af dætrum séra Jóns á
Hofi sem var búsett um tíma í Vopnafirði.
Björn og Sigríður bjuggu um tíma í
sveitinni á síðasta áratug aldarinnar, m.a. á
Síreksstöðum og Ásbrandsstöðum, en
124