Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 127
Fjallkirkjan
munu flutt í kauptúnið fyrir aldamót. Ekki
eru heimildir fyrir því að Björn væri
pöntunarstjóri. Pöntunarfélagið var síðast
rekið sem deild í verslunarfélaginu „Fram-
tíðin“ á Vopnafirði.
Það gæti verið að Björn hafi verið
eitthvað riðinn við þá deildarformennsku.
Lengst var pöntunarstjóri Jakob Helgason,
kaupmaður ættaður úr Skagafirði. Kona
hans var Elísabet Olafsdóttir frá Sveins-
stöðum í Þingi, systir Bjöms Olafssonar,
svo segja má að Björn væri tengdur
pöntunarfélaginu þó óvíst sé að hann hafi
verið pöntunarstjóri.
27. Dísa gamla í sögunni, húskona á
Grímsstöðum og vinkona Soffíu, virðist
hafa líkingu af gamalli konu sem var á
Ljótsstöðum þegar fjölskylda skáldsins
fluttist þangað. Hún hét Oddný Höskulds-
dóttir og mun hafa verið búin að vera lengi
vinnukona á staðnum og hafði tekið
ástfóstri við hann og fólkið sem þar bjó
áður. Hún dó á Ljótsstöðum.
28. Rósin - Rósa - Sigurrós í sögunni
virðist vera vinnukona ógift og barnlaus
sem hafði verið víða í sveitinni og m.a. á
Ljótsstöðum en líklega í Vesturbænum.
Hún hét Sigurrós Sigurðardóttir frá Jóns-
stöðum á Langanesströnd. Sá bær heitir nú
Nýibær. Hún hafði þann vanka að eiga
alltaf fram á elliár von á draumaprinsinum á
hverri stundu. Líf hennar var því stöðug
vonbrigði. Þegar hún hélt að prinsinn væri
loks í sjónmáli var hann þegar horfinn.
Sigurrós dó í hárri elli og karlæg í Ytri-Hlíð
fyrir miðja þessa öld.
29. Pétur Arnason, nýi nágranninn í
Vesturbænum sem vantaði lag á því að slá
undir í barn, var giftur Sigurbjörgu, systur
Rósarinnar. Kallaður „pumpa“ vegna
Sveinn Eiríksson var fyrirmynd Sveins Einars-
sonar, kennara.
undarlegra og ósjálfráðra líkamshreyfinga.
Hér er glöggt við hvern er átt. Sigurbjörg
Sigurðardóttir, systir Sigurrósar, var gift
Jóni Grímssyni frá Selsárvöllum, heiðar-
býli, löngu í eyði komið, innst í dal vestan
Selár í Vopnafirði þar sem Selsá, sem er
þverá, rennur í Selá vestan úr fjallgörðum.
Jón Grímsson talaði jafnan of svert í
samanburði við lífsaðstöðu sína. Var alltaf
í vinnumennsku og húsmennsku, fátækur.
Það var ekki hægt að kalla hann heimskan
en óupplýstur var hann í mesta máta og
auðtrúa og skrýtlur voru sagðar af honum,
einkum þegar búist var við „dómsdegi" en
þá voru þau hjón á Felli í húsmennsku. Jón
var þó af góðum ættum því hann taldist í ætt
frá Hrólfi sterka sýslumanni.
„Pumpu“-nafn bar hann aldrei og er það
125
L