Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 129
Bj. Ilajþór Guðmundsson.
100 ára afmæli verzlunar á
Stöðvarfírði
Samantekt í tilefni afhjúpunar minnisvarða
um Carl J. Guðmundsson og Petru A.
Jónsdóttur
ann 20. júlí 1996 var fagnað þeim
áfanga í sögu Stöðvarfjarðar að
eitthundrað ár voru liðin frá upphafi
verzlunar þar. Um leið og heimamenn og
fjöldi viðstaddra gesta minntust Carls J.
Guðnrundssonar kaupmanns og konu hans,
Petru A. Jónsdóttur, frumkvöðla verzlunar á
Stöðvarfirði, var þeim reistur viðeigandi
bautasteinn.
Þau eitthundrað ár, sem liðin eru frá því
að verzlun hófst formlega á Stöðvarfirði,
eru ekki langur tími í sögu byggðarlagsins
og enn styttri, sé tekið mið af upphafi
mótunarskeiðs staðarins í landfræðilegum
skilningi þess orðs.
Samhliða því að heiðra minningu
frumkvöðlanna er lögðu endanlega grunn
að myndun Kirkjubólsþorps, eins og það
var nefnt framan af, minntust menn einnig á
þessum tímamótum landnema Stöðvar-
fjarðar, en þar er Þórhaddur hinn gamli einn
nafngreindur. Eftirkomendur hans, og aðrir
'búar byggðarlagsins, háðu glímu við nátt-
nruöflin, lifðu af breytingar þjóðveldis-
tímans, skrimtu af höft og hömlur einokun-
artímabilsins, börðusl við fáfræði og
fordóma fyrri alda, áttu allt sitt undir sól og
regni, stríddu við Ægi konung og lutu sumir
í lægra haldi en komu flestir færandi hendi
úr nægtakistum hafsins.
Ekki er hægt annað en að dást að
ævistarfi margra þessara forvera okkar á
öldum áður og furða sig á hve miklu þeir
komu í verk, sé tekið mið af ytri aðstæðum,
hýbýlum þeirra og aðbúnaði öllum. Þar má
nefna vöntun á margs konar viðunandi
aðstoð, þegar veikindi steðjuðu að,
erfiðleika er við blöstu þegar fjölgunar var
von, sult margra og seyru þegar svo bar
undir, en sem betur fer allsnægtir og
vellystingar, á þeirra tíma mælikvarða,
þegar vel áraði.
I sóknarlýsingu sem Magnús Bergsson,
þá sóknarprestur í Stöð, ritaði árið 1839 er
að finna ýmsan fróðleik um aðstæður
fólksins þar um þær mundir. Hvergi er þó
getið um möguleika þess til að nálgast
nauðþurftir ýmsar sem vitað er til að menn
vanhagaði urn og þurftu þá oft að sækja um
lengri eða skemmri veg. Vitað er að verzlun
127