Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 131
100 ára afmæli verzlunar á Stöðvarfirði
stundaði ennfremur útgerð í stórum
stíl og Anna Vilbergsdóttir á
Þrastarhóli, sem veitt hefur ómetan-
legar upplýsingar um kaupmanns-
hjónin, segist muna eftir, að nafna
hennar Carlsdóttir vitnaði til
handagangsins í öskjunni, þegar
smurt var brauðið í sjókassana og
skipverjar á bátum Carls nestaðir.
Þama var ætíð mannmargt og yfir
40 manns í heimili þá mest var.
Meðal báta, er Carl gerði út, voru
Hafliði og Marselía.
Carl Guðmundsson þótti hörku-
duglegur, nokkuð skapmikill, en
viðkvæmur í lund. Ekki var hann
harðari húsbóndi en svo að honum
mun hafa haldizt vel á hjúum. Sagt
er að þegar Níels, sonur hans, fór 15
ára í fyrsta skipti burtu til langdvalar
norður á Þórshöfn til að vinna við
verzlun þar, hafi faðir hans gefið
honum þetta heilræði í kveðjuskyni:
Hvar þú finnur fátækan
á förnum vegi,
ger honum gott,
en grœt hann eigi,
guð mun launa á efsta degi.
Var eftir þessu heilræði dyggilega farið
því sagt er að Níels hafi verið góðgerða-
maður margra og sí og æ reiðubúinn að
hjálpa fólki í erfiðleikum. Kom þama einnig
hl gott uppeldi bama þeirra hjóna og gildir
þetta að sjálfsögðu ekki einungis um Níels.
Petra var að mati margra langt á undan
sinni samtíð. Hún var vel gerð, góðgjöm
með afbrigðum, og sendi t.d. eða færði sjálf
fátækum konum í byggðarlaginu oft mat og
brauð og var ætíð reiðubúin að koma til
aðstoðar, þegar veikindi bar að höndum,
enda hjúkrunarmenntuð. Hún var ljósmóðir
Minnisvarði um Carl J. Guðmundsson og Petru A.
Jónsdóttur.
af guðs náð og sögð með læknishendur.
Þau hjónin, og þá ekki síður frú Petra,
munu hafa verið félagslynd og beitt sér fyrir
ýmsum skemmtunum á Kaupmannstorfunni.
M.a. héldu þau jólaboð í svonefndu
Pakkhúsi og buðu þá jafnframt upp á
kaffiveitingar í Carlshúsi. Þess eru dæmi að
þau héldu brúðkaup fyrir fólk í íbúðarhúsinu,
enda stórar stofur þar á þeirra tíma
mælikvarða.
Carl J. Guðmundsson féll frá nánast í
blóma lífsins árið 1923. Hafði hann farið í
verzlunarerindum til Fáskrúðsfjarðar við
einn mann á vélbátnum Hafliða. Félagi
hans fór að huga að vélinni, er þeir voru
129