Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 132
Múlaþing
staddir við svonefnda Gvendarnesfles, og
þegar hann gætti að næst var Carl horfinn
úr bátnum. Er talið að hann hafi hrasað og
fallið útbyrðis.
Petra A. Jónsdóttir lifði mann sinn í
nokkur ár. Flutti hún um tíma til Reykja-
víkur og mun að mestu hafa búið hjá Níelsi
syni sínum. Hún kom þó aftur austur á
Stöðvarfjörð og andaðist í Carlshúsi árið
1929.
Að Carli látnum tók sonur hans,
Andrés, við verzlunarrekstrinum og hélt
honum áfram í nokkur ár.
í grein eftir Halldóru D. Hafþórsdóttur,
sem birtist í 24. hefti Múlaþings og heitir
„Mannanöfn í stöðfirskum örnefnum“,
segir svo um örnefnið Carlsklett:
„...Carlsklettur er beint neðan við
Hvalnesbæinn á suðurströnd Stöðvar-
fjarðar, 30 - 50 metrum ofan við sjávar-
bakka. A hann var breitt hvítt lak, þegar
sœkja átti Carl kaupmann eða einhvern á
hans vegum yfir fjörðinn; þ.e.frá Hvalnesi
yfir í þorp. Einnig var breitt á aðra kletta,
t.d. Hagaklett, en hann er innan við
Hvalnesbæinn.
Carlsklettur og e.t.v. Hagaklettur voru
notaðir í sama tilgangi eftir að Carl dó,
alltfram undir 1950.“
Þann 20. júlí 1996 stóð hópur fólks hjá
öðrum Carlskletti austan megin Stöðvar-
fjarðar. Yfir hann var einnig um stundar-
sakir breitt lak, hvítt að lit, þó ekki til að
gefa til kynna að senda ætti röska menn
yfir fjörðinn til að sækja ferðalanga. Var
með þessu verið að undirstrika þá
skemmtilegu tilviljun að u.þ.b. eitthundrað
árum eftir að Carl Guðmundsson notfærði
fyrst sér og sínum þennan samskiptamáta
með hvíta lakinu á klettinum góða, væri
vert að minnast þessa siðar á táknrænan
hátt um leið og viðstaddir heiðruðu
minningu kaupmannshjónanna Carls J.
Guðmundssonar og Petru A. Jónsdóttur.
Það var eitt barnabarna þeirra Carls og
Petru, Stefán Níels Stefánsson, sem
afhjúpaði minnisvarðann.
Kletturinn er af stöðfirzku bergi
brotinn í þess orðs fyllstu merkingu og
minnisvarðanum í heild var komið fyrir af
Viðari Jónssyni af mikilli smekkvísi.
Skjöldur, sem festur er á klettinn, er unnin
af listamanninum Ríkharði Valtingojer og
ber vandvirkni og snilld höfundarins
glöggt vitni. A honum standa nöfn fyrr-
nefndra frumkvöðla verzlunar í byggðar-
laginu og þar kemur einnig fram að
minnisvarðinn er reistur í tilefni 100 ára
afmælis verzlunar á Stöðvarfirði.
Stöðvarfirði 2917 1997
130