Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 132

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 132
Múlaþing staddir við svonefnda Gvendarnesfles, og þegar hann gætti að næst var Carl horfinn úr bátnum. Er talið að hann hafi hrasað og fallið útbyrðis. Petra A. Jónsdóttir lifði mann sinn í nokkur ár. Flutti hún um tíma til Reykja- víkur og mun að mestu hafa búið hjá Níelsi syni sínum. Hún kom þó aftur austur á Stöðvarfjörð og andaðist í Carlshúsi árið 1929. Að Carli látnum tók sonur hans, Andrés, við verzlunarrekstrinum og hélt honum áfram í nokkur ár. í grein eftir Halldóru D. Hafþórsdóttur, sem birtist í 24. hefti Múlaþings og heitir „Mannanöfn í stöðfirskum örnefnum“, segir svo um örnefnið Carlsklett: „...Carlsklettur er beint neðan við Hvalnesbæinn á suðurströnd Stöðvar- fjarðar, 30 - 50 metrum ofan við sjávar- bakka. A hann var breitt hvítt lak, þegar sœkja átti Carl kaupmann eða einhvern á hans vegum yfir fjörðinn; þ.e.frá Hvalnesi yfir í þorp. Einnig var breitt á aðra kletta, t.d. Hagaklett, en hann er innan við Hvalnesbæinn. Carlsklettur og e.t.v. Hagaklettur voru notaðir í sama tilgangi eftir að Carl dó, alltfram undir 1950.“ Þann 20. júlí 1996 stóð hópur fólks hjá öðrum Carlskletti austan megin Stöðvar- fjarðar. Yfir hann var einnig um stundar- sakir breitt lak, hvítt að lit, þó ekki til að gefa til kynna að senda ætti röska menn yfir fjörðinn til að sækja ferðalanga. Var með þessu verið að undirstrika þá skemmtilegu tilviljun að u.þ.b. eitthundrað árum eftir að Carl Guðmundsson notfærði fyrst sér og sínum þennan samskiptamáta með hvíta lakinu á klettinum góða, væri vert að minnast þessa siðar á táknrænan hátt um leið og viðstaddir heiðruðu minningu kaupmannshjónanna Carls J. Guðmundssonar og Petru A. Jónsdóttur. Það var eitt barnabarna þeirra Carls og Petru, Stefán Níels Stefánsson, sem afhjúpaði minnisvarðann. Kletturinn er af stöðfirzku bergi brotinn í þess orðs fyllstu merkingu og minnisvarðanum í heild var komið fyrir af Viðari Jónssyni af mikilli smekkvísi. Skjöldur, sem festur er á klettinn, er unnin af listamanninum Ríkharði Valtingojer og ber vandvirkni og snilld höfundarins glöggt vitni. A honum standa nöfn fyrr- nefndra frumkvöðla verzlunar í byggðar- laginu og þar kemur einnig fram að minnisvarðinn er reistur í tilefni 100 ára afmælis verzlunar á Stöðvarfirði. Stöðvarfirði 2917 1997 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.