Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Síða 138
Múlaþing
Þjóðverjar bera virðingu fyrir nor-
rænum menningarverðmætum
Og þessi einlæga aðdáun er óháð hinum pólitísku boðaföllum
Gunnar Gunnarsson er staddur í Kaupmannahöfn eftir fund með
ríkiskanslaranum Hitler í Berlín
Gunnar Gunnarsson er í Kaupmannahöfn á
heimleið að Skriðuklaustri á íslandi eftir tveggja
mánaða boðsferð um Þýskaland. Það var
Norræna félagið í Liibeck sem bauð honum að
lesa úr verkum sínum, þ.e. kafla úr „Skipum
heiðríkjunnar" og „Fjallkirkjunni“ en báðar
bækumar hafa notið fádæma vinsælda í
Þýskalandi. Áður en rithöfundurinn frægi lauk
yfirreið sinni í Berlín var tekið á móti honum í
Ríkiskancellinu þar sem hann fékk einkaáeym hjá
Adolf Hitler
Yfirfull leikhús og hljómleikasalir
- Ég hefði ekki getað ímyndað mér, segir
Gunnar Gunnarsson í samtali við Beriinske
Aftenavis, að lífið gæti gengið svo rólega og
eðlilega fyrir sig í landi sem stendur í stnðsrekstri.
Auðvitað em borgir myrkvaðar og lestarsamgöngur
truflaðar; hið síðamefnda orsakast þó miklu
fremur af vetrarhörkunum sem hafa lokað siglin-
galeiðum eftir ám og fljótum. Stríðsæsingur er
hvergi merkjanlegur og tónleikasalir og leikhús
svo troðfull á hverju kvöldi að ókunnugir fá ekki
miða með stuttum fyrirvara öðru vísi en hafa
sérstök sambönd. Eiginkona dr. Furtwanglers,
sem er dönsk, var svo vinsamleg að útvega mér
miða á tónleika ntannsins hennar en ég varð þeirr-
ar ánægju aðnjótandi í tvígang að heyra hann
stjóma Fflharmóníuhljómsveit Berlínar og betri
dægradvöl get ég ekki hugsað mér.
- Truflaði hið sérkennilega ástand í umferðinni
ekkert ferðalagið?
- Ég var alla daga á ferðalögum og það kom
aldrei fyrir að mér tækist ekki að komast þangað
sem ég ætlaði í tæka tíð. Þetta vom fjömtíu borg-
ir um allt land. Fyrst Rendsburg, Kiel og Líibeck
og síðan var haldið suður á bóginn. Ferðin var
ákveðin fyrir ári og þegar stríðið braust út í haust
gerði ég ráð fyrir að ekki yrði neitt úr neinu.
En ekki aldeflis, stríðið var engin fyrirstaða að
öðru leyti en því að ég fékk ekki, frekar en aðrir,
að vita brottfarartíma skipsins, sem ég átti að fara
með, í tæka tíð.
Komst í veg fyrir gufuskipið í flugvél
Gunnar Gunnarsson segir að upphaf ferðar-
innar haft verið bæði áhrifamikið og æsilegt.
Hann vildi eyða jólum og áramótum heima á
Skriðuklaustri. Ferðin átti að hefjast síðustu
dagana í janúar en frá Skriðukiaustri til Reykja-
víkur, þaðan sem skipið átti að fara, liggur leiðin
þvert yfir ísland frá austri til vesturs. Og þegar
hann fékk loks tilkynningu símleiðis um hvenær
skipið léti úr höfn var of skammur tími til að fara
landleiðina. Hann pantaði því sjóflugvél Islend-
inga. Flugmaður hennar, 0m Jonsson, er afar fær
og hefur leitað að sfld úr lofti með góðum árangri.
Hann sótti Gunnar einn þungbúinn morgun á
Reyðarfjörð og eftir nokkurra tíma hrífandi flug
með hinni ævintýralegu suðurströnd, fram hjá
hvítum tindum Vatnajökuls, náðu þeir gufuskipinu
við Vestmannaeyjar. En lokaglíman. og jafnframt
sú hatrammasta, hófst þegar vélin átti að lenda á
ólgandi og löðrandi sjónum. Það tókst. þökk sé
útsjónarsenfl og dugnaði flugmannsins. En til að
taka sig á loft á nýjan leik þurfti hann að kasta
öllum óþarfa fyrir borð. Þetta var ábyggilega eitt
af síðustu afrekum þessarar ágætu sjóflugvélar.