Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 143
Sigurður Kristinsson
Nítjándu aldar byggð í
Rana
Sóknarmannatal Valþjófsstaðarkirkju
greinir frá því að árin 1807- 1810 hafi
hjónin Eiríkur Eiríksson og Margrét
Jónsdóttir búið ásamt fjölskyldu sinni á býli
er nefndist Eiríkshús. Ekki er vitað til að þar
hafi verið búið í annan tíma. Nefnt skal að
annar maður reisti býli skammt frá árið
1825 og sami maður byggði upp annað býli
5 km utar árið 1826.
Hvar voru þessi býli og hvaða fólk bjó
þama? Heimildir um staðhætti eru: Sveitir
og jarðir í Múlaþingi, 1. bindi, bls. 291-
292, útg. Búnaðarsamband Austurlands;
Uppdráttur íslands, aðalkort bl. 8 Mið-
austurland. Heimildir um fólk: Kirkjubækur
Valþjófsstaðarkirkju og Hofteigskirkju og
ekki síst Ættir Austfirðinga eftir sr. Einar
Jónsson prófast á Hofi í Vopnafirði. Hann
var dóttursonur frumbýlinganna á Eiríks-
húsum.
Fljótsdalshreppur á mikil heiðalönd,
sem skiptast í margar afréttir. Liggja þau að
afréttum nokkurra hreppa í Suður- Múla-
sýslu, Bæjarhrepps í Austur-Skaftafells-
sýslu, Vatnajökli, Jökulsá á Dal og afréttum
Jökuldalshrepps og Fellahrepps í Norður-
Múlasýslu. Þær eru misstórar og heita
Sögusviðið.
Stœkkað út úr korti á bls. 53 í Ábók F.í. 1987.
ýmsum nöfnum, sumar nálægar byggð,
aðrar fjarlægar og göngur þar langsóttar og
erfiðar í vondum veðrum og þungri færð. í
bjartviðrum er útsýn mikil og fögur og
hvíldi viss ævintýraljómi yfir því að
komast í göngur á Fljótsdalsöræfum. Tvær
afréttanna liggja að Jökulsá á Dal:
Vesturöræfi og Klausturrani sem ætíð er
nefndur Rani. Valþjófsstaðarprestar töldust
ráða yfir Hrafnkelsdal, Skriðuklaustur yfir
Klausturselslandi og Rana að hálfu móti
Valþjófsstað en Arnheiðarstaðir yfir
Merkislandi. Fljótsdælingar höfðu því
upphaflega afrétt og fjallskil meðfram
Jökulsá á Dal innan frá Vatnajökli að
Valagilsá milli Merkis og Gauksstaða.
Býlin á svæðinu voru þá hjáleigur nefndra
jarða og auk þeirra voru þar sel frá jörðum
í Fljótsdal. En jarðirnar töldust í Jökul-
dalshreppi og lögðust síðar til Brúar- og
Hofteigssókna.
Jökulsá á Dal fellur í rétta norðaustur-
stefnu frá Hrafnkelsdal að bænum
Klausturseli. A því svæði falla í hana tvær
ár, sem koma beint sunnan af Fljótsdals-
heiði. Heitir sú vestari Hölkná og fellur í
Jöklu um 2 km frá mynni Hrafnkelsdals, er
rúmlega 30 km löng en drög allt til
Nálhúshnúka norðan Snæfells. Eystri áin
nefnist Eyvindará, er nærri 30 km löng og
141