Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Blaðsíða 149
Nítjándu aldar byggð í Rana
þeir hafa verslað á Eskifirði en farið
Þórdalsheiði til Héraðs og frá. Leiðin lá af
Þórdalsheiði niður í Reyðarfjarðardal, svo
út með Reyðarfirði á Hólmaháls og inn á
Eskifjörð. Einokunarverslun var lögð niður
með tilskipun 1. jan. 1780 og eftir það
fluttist verslun frá Stóru Breiðuvík til
Eskifjarðar. Byggð hefst í Rana og í
Hrafnkelsdal eftir það. Verður nú að athuga
betur verslunarleiðir Ranabúa. !
Aðdrættir í Rana.
Ymislegt dró til þess að byggð varð
endaslepp í Rana. Vegna fjarlægðar frá sjó
og hálendis nær hafi er úrkoma lítil í
flestum áttum og þar er snjólétt en vegna
hæðar yfir sjó eru þar mikil vetrarfrost.
Orðugust var fjarlægð í kaupstað og
fjallvegir á leið þangað. Verður reynt að
ráða í, hvemig ætla má að Eiríkur Eiríksson
hafi hagað kaupstaðarferðum meðan hann
bjó á Eiríkshúsum. Sama gilti um íbúa
Hrafnkelsdals, nema að þeirra leið var þó
heldur lengri. Sagan af því, er Oddur
Jónsson mætti þeim nöfnum í Reyðar-
fjarðardal, sýnir svo ekki verður um villst,
að þeir versluðu á Eskifirði. íbúar
Miðausturlands versluðu þar, eftir að
einokunarverslun í Stóru -Breiðuvík lagðist
niður um 1780, og langt fram á 19. öld og
jafnvel fram á 20. öld, á meðan ekki voru
verslanir á Seyðisfirði og Reyðarfirði.
Verður að líta á kort til að athuga aðstæður.
Farið hefur verið upp með Sauðá og
stefnt norðan við Eyvindarfjöll, farið þar
yfir Eyvindará og er þá komið á Bessa-
staðaveg, sem liggur austur að gili Bessa-
staðaár og niður með henni á sléttlendi
Fljótsdals. Þessi áfangi er um 20 km og að
mestu leyti í um 550 - 600 m hæð milli
heiðarbrúna. Leiðin er fremur greiðfær.
Gatan sagði til um leið.
Síðan var haldið yfir Jökulsá í Fljótsdal
og meðfram Lagarfljóti út fyrir Hallorms-
staðaháls, inn í Skriðdal og yfir Grímsá í
grennd við Mýrar. Þaðan er haldið inn í
Þórudal og um hann miðjan er sveigt til
vinstri inn í Brúðardal, upp á varp Þór-
dalsheiðar og niður eftir Areyjadal í
Reyðarfjarðardal. Leið þaðan hefur áður
verið lýst.
Vart er hugsanlegt að Ranabúar hafi
farið til Eskifjarðar og heim með flutning á
minna en sex dögum og þurfti duglega
hesta til. Veður og færð gátu auðvitað haft
sitt að segja. Tæplega hafa þeir farið
Buðlungavallaheiði og niður í Skriðdal hjá
Þorvaldsstöðum. Sú leið er há og brött
(hæst um 800 m) og erfið með klyfjahesta.
Þorskagerði.
Maður var nefndur Magnús (2176)
Snorrason, f. um 1796, uppalinn í Víði-
vallagerði í Fljótsdal. Hann reisti býli í
Þorskagerði árið 1825. Hefur byggt þar upp
á selrústum og fengið leyfi til þess hjá
staðarhaldara á Skriðuklaustri. Með honum
var tólf ára drengur, Pétur Guttormsson. Eru
þeir tveir á skrá næsta vetur. Pétur var úr
fátæku fjölskyldunni, sem Eiríkur Eiríksson
útvegaði jarðnæði áður á hálfri Klúku í
Fljótsdal.
Magnús hafði kvænst Guðrúnu (6987)
Skúladóttur frá Bessastaðagerði. Bjuggu
þau á ýmsum stöðum í Fljótsdal en hjóna-
bandið fór illa og þau skildu.Pétur ólst upp
í Víðivallagerði, fyrst hjá foreldrum
Magnúsar en síðar með þeim Guðrúnu.
Eftir skilnaðinn leitaði Magnús til Jökuldals
og hafði þennan tólf ára dreng með sér.
Virðist Magnús hafa viljað í brott úr
Fljótsdal og einnig búa sjálfstætt. Eiríkur
Eiríksson og fólk hans kom að Víði-
vallagerðil825 og þar lést Eiríkur um sum-
147