Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 153
Nítjándu aldar byggð í Rana
Brattagerði. Ljósm. Páll Pálsson.
12 ára og Elísabet 9 ára. Son áttu þau er Jón
hét og ólst hann upp á Vaðbrekku. Er hann
þar í fóstri 1845, 4 ára.
Fólk mun hafa verið flest í Brattagerði á
búskapartíma Guðmundar, aldrei færri en
10 manns og stundum fleiri. Þau höfðu
vinnuhjú, skutu skjólshúsi yfir hús-
mennskufólk, tökuböm og fósturbörn. Arið
1867 eru fósturbörnin þrjú. Þorbjörg lést
um 1862 og eftir það hélt Guðmundur
búskapnum í horfinu með dætrum sínum og
vinnukonum. Elsta dóttirin, Solveig, var
vangefin og gerði það erfiðara fyrir.
Langflest var fólkið árið 1866-1867 eða
Ijórtán manns. Næstu tvö ár eru tíu í
heimili. Sýnilega hættir Guðmundur búskap
vorið 1869 en er þó tvö ár í viðbót í
Brattagerði, líklega til að sjá fyrir vangefnu
dótturunni. Þá voru hinar tvær giftar, báðar
búsettar í Jökuldalshreppi.
Guðrún Margrét (1385) Guðmunds-
dóttir f. 1841, giftist Hallgrími Guðmunds-
syni, sem var vinnumaður í Brattagerði frá
því um 1860 fram til 1867. Þau fóru síðar til
Ameríku.
Elísabet (1384) Guðmundsdóttir f. 20
jan. 1844 giftist Páli Vigfússyni sem var
vinnumaður í Brattagerði. Þau bjuggu á
Veturhúsum í Jökuldalsheiði fram að ösku-
falli, fluttust þá að Aslaugarstöðum í
Vopnafirði og svo til Ameríku vorið eftir.
Jón sonur Guðmundar og Þorbjargar,
ólst upp á Vaðbrekku til fullorðinsára,
kemur í Brattagerði 1870 og tekur að fullu
við búskapnum.
C) Fjöldkylda Jóns Guðmundssonar.
Þegar Jón (1883) Guðmundsson kemur í
Brattagerði er Guðmundur faðir hans þar
fyrir með dóttur sína Solveigu sem lést
næsta ár. Kona Jóns var Solveig Þorsteins-
dóttir frá Glúmsstöðum í Fljótsdal og
fylgdi henni dóttirin Anna Solveig
Guðjónsdóttir á 1. ári. Komu þær að Bratta-
151