Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 154
Múlaþing
gerði vorið 1870. Geta má þess að móðir
Solveigar var Sigríður Einarsdóttir á
Glúmsstöðum. Móðir Sigríðar var Guðrún
eldri (2070) frá Vaðbrekku Jónsdóttir
Andréssonar. Voru Jón og Solveig skyld í
þriðja og fjórða lið. Þau eignuðust eina
dóttur, Elísabetu f. 20. sept. 1873.
Jón og Solveig höfðu ætíð vinnufólk í
Brattagerði og gátu einnig hýst nauðleytar-
fólk. Árið 1871-1872 eru hjá þeim öldruð
hjón, sögð sveitarlimir, Jón Guðmundssn
70 ára og Ingibjörg Sigurðardóttir 50 ára.
Þann 10. apríl vildi það óhapp til að
Ingibjörg varð úti. Næsta ár voru systkini
Solveigar, Jón og Björg, vinnuhjú á bænum.
Móðir Solveigar kom til þeirra vorið 1872
og var hjá þeirn meðan búið var í
Brattagerði og fluttist með þeim á brott.
Árið 1874-1875 voru húsmennskuhjón í
Brattagerði, Eiríkur (2429) Einarsson og
Katrín Hannesdóttir og með þeim sonur
þeirra, Stefán, 13 ára. Hann varð síðar
þekktur listamaður og tréskurðarmeistari
(sjá Múlaþing 21. bindi, bls. 6-32). Eiríkur
og Katrín komu í Brattagerði frá
Arnórsstöðum vorið 1874 og fluttust
öskufallsvorið að Hallgeirsstöðum í Hlíð.
Dyngjufjallagosið spillti mjög land-
gæðum í Brattagerði. Jón Guðmundsson og
fjölskylda hans fluttust þaðan vorið 1877 að
Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Var hann þá
kominn í æskudalinn og Solveig kona hans
að minnsta kosti ekki fjær sínum æskudal,
Norðurdal Fljótsdals. Það er svo önnur
saga, að fjalla um fólk og búsetu í
Hrafnkelsdal.
Hefur hér verið fjallað um fólk og
búsetu þess í Rana á rúmlega 70 ára tímabili
á 19 öld (1807-1877). Ekki er neitt minnst á
efnahag þess eða hugarheim en margt má
láta sér til hugar koma þegar farið er í gegn
um sóknarmannatöl og prestsþjónustu-
bækur. Þannig er að nokkru hægt að mæta
fólki á vegferð þess frá vöggu til grafar.
152