Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 155
Einar Vilhjálmsson
Athafnamaðurinn
Stefán Th. Jónsson,
Seyðisfirði
Saga framfara í atvinnuháttum og
menningu Seyðfirðinga í lok nítjándu
og upphafi tuttugustu aldar er órjúfandi
tengd nafni Stefáns Th. Jónssonar. Verzlun
hans í glæsilegu deildaskiptu verzlunarhúsi,
bauð meira vöruúrval og hagstæðara verð en
áður þekktist. Frá 1895 til 1911 hafði Wathne-
útgerðin fastar áætlunarferðir á 14 daga fresti
milli Seyðisfjarðar og Evrópuhafna. Stefán
flutti með þeim vömr til verzlunar sinnar
milliliðalaust. Saltfiskinn flutti hann út á
eiginn vegum, einnig saltkjöt frá sláturhúsi
sínu. Með tilkomu símans til Seyðisfjarðar
árið 1906 varð auðveldara um öll viðskipti,
jafnt við útlönd sem innanlands. Stefán keypti
fyrsta vélbátinn til Austfjarða 1904, sem var
upphaf mikilla athafna hans í vélbátaútgerð.
Hann flutti jafnframt inn fjölda vélbáta fyrir
útgerðarmenn á Austfjörðum, einnig báta-
mótora. Hann stofnaði bátasmíðastöð 1905 og
átti frumkvæði að stofnun vélaviðgerða-
þjónustu, sem jafnframt annaðist niður-
setningu bátavéla. Vélaverkstæðið átti
völundurinn Jóhann Hansson, síðar tengda-
sonur Stefáns. 1 bæjarstjóm beitti Stefán sér
fyrir fjölda framfaramála. Hann stóð fyrir
fjáröflun til byggingar sjúkrahússins 1898,
vann að stofnun vatnsveitu 1903, bamaskóla
1907 og virkjun Fjarðarár 1913, með rið-
straumsrafstöð og orkuflutning um háspennu-
línu. Til hinstu stundar voru framfaramál
ofarlega í huga hans. Arið 1927 sagði hann frá
athugun sinni á vegarstæði yfir Fjarðarheiði
og leið til fjármögnunar framkvæmdanna í
vikublaðinu Hæni, átta ámm áður en heiðin
var gerð akfær.
Stefán Þorvaldur Jónsson var fæddur 12.
október, 1865, á bænum Kóngsparti í Sand-
vík, Norðfjarðarhreppi. Foreldrar hans voru
Jón Þorvaldsson (f. 1835), bóndi þar, og kona
hans, Gróa Eyjólfsdóttir (f. 1830), ættuð frá
Þemunesi við Reyðarfjörð. Arið 1880 flutti
fjölskyldan í Stóra-Steinsvað í Hjaltastaðar-
þinghá og bjó þar eitt ár en flutti 1881 á
Fomastekk við Seyðisfjörð. Á þeim tíma var
Seyðisfjörður þýðingarmikill útgerðar- og
verzlunarstaður í örum vexti, einkum settu
síldveiðar og síldariðnaður mark sitt á
atvinnulífið.
Yngri sonur hjónanna var Eyjólfur
153