Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Síða 157
Stefán Th. Jónsson,
verkstæði í nýja húsið. Húsið brann 1898.
Eldurinn kviknaði á neðri hæð og bjargaðist
fjölskyldan naumlega. Árið eftir byggði
Stefán á lóðinni 104 fermetra íbúðar- og
verzlunarhús, portbyggt með háu risi og kvisti
á suðurhlið. Auk þess var sjö fermetra verönd
við aðalinngang. Húsið var hið vandaðasta og
eitt glæsilegasta íbúðarhús í bænum. Á neðri
hæðinni var verzlun, verkstæði, skrifstofa,
tvær stofur og eldhús, en á efri hæðinni vom
6 minni herbergi, auk stærra kvistherbergis.
Árið 1907 byggði hann glæsilegt 142
fermetra tveggja hæða verzlunarhús, gegnt
íbúðarhúsinu á Bjólfsgötu 7. Verzlunin var á
neðri hæð, skipt í þrjár deildir. Vestast var
álnavara, skór og gjafavara, í miðju voru
búsáhöld, ýmsar vélar, verkfæri, saumur,
önnur jámvara og veiðarfæri, auk sportvara.
Var sú deild stærst. I austurenda var matvara
og munaðarvara. Á efri hæð var lager
verzlunarinnar. Stórir útstillingargluggar voru
á götuhlið en með suðurhlið, sem vissi að
Lóninu, var bryggja fyrir flutningabát.
I ársbyrjun 1904 hélt Stefán til Kaup-
mannahafnar og samdi um smíði á 31 feta
löngum opnum mótorbáti í Fredriksund.
Mótorinn var 6 ha. Dan. Þetta var fyrsti
mótorbátur Austfirðinga. Hann kom til
Seyðisfjarðar í aprílmánuði og hlaut nafnið
Bjólfur NS. 9. Sigurður Jónsson kaupmaður
hafði þá gerzt meðeigandi að bátnum. Stefán
tryggði sér jafnframt umboð fyrir Dan-
mótorana á íslandi. Útgerð Bjólt's gekk vel
þetta fyrsta sumar. Árið eftir komu 5 nýir
vélbátar til Seyðisfjarðar og Stefán flutti inn
fjölda vélbáta fyrir austfirzka útgerðarmenn
á næstu árum. Árið 1905 stofnaði Stefán til
bátasmíða á Seyðisfirði. Hann gerði samning
við félagið „Lagarfljótsorminn h/f ‘ á Fljóts-
dalshéraði um smíði 31 feta flutningabáts
með 6 ha. Danmótor. Kaupverð bátsins var
3300 krónur og átti að afhenda hann um
miðjan júní 1905 á Egilsstöðum. Báturinn
Athafnamaðurinn Stefán Th. Jónsson, Seyðisfirði.
Mynd úr Iðnsögu Austurlands, síðari hluta.
var afhentur á umsömdum tíma. Friðrik
Gíslason, úrsmiður, sá um reksturinn en
yfirsmiður var Guðfinnur Jónsson, báta-
smiður, og gert var ráð fyrir fimm manna
starfsliði. Strax þetta sumar bárust pantanir í
nokkra báta og gerðu Stefán og Friðrik með
sér félag um rekstur fyrirtækisins. Næstu
tveir bátar voru smíðaðir fyrir Sigurð
Jónsson á Brimnesi og félagana Bjarna
Hávarðsson og Lúðvík Sigurðsson á Norð-
firði. Bátur Norðfirðinganna hét Víkingur.
Seyðfirzku bátamir reyndust vel og um
haustið bárust pantanir víða að. Bátasmíðin
hafði farið fram undir beru lofti en í
nóvember var hafin bygging bátasmíðahúss,
20x12 álnir að flatarmáli. Fyrsti báturinn
sem smíðaður var í húsinu var sjósettur 12.
janúar 1906. Hann var 32 fet að lengd,
eigandi var Sigurd Johansen á Vopnafirði.
Friðrik Gíslason andaðist 1907. Stefán rak
155