Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 160
Múlaþing
Þórhallssonar fór með völdin, Jónas Jónsson
frá Hriflu var dómsmálaráðherra hans. Hefur
leikið orð á því að um pólitíska aðför hafi verið
að ræða. I dagblaðinu Tímanum 4/4 1931 er
talið að mat Jakobs Möller á útlánatöpum
Islandsbankans á Seyðisfirði árið 1926, nemi
600 þúsund krónum og mikill hluti af því tapi
væri hjá Stefáni Th. Jónssyni. Vorið 1929 fór
Kristján Karlsson, bankastjóri, til Seyðisfjarðar
til eftirlits í útibúi íslandsbanka en gerir engar
athugasemdir. Um sumarið sendi Tryggvi
Þórhallsson, forsætisráðherra, Svavar Guð-
mundsson, bankaeftirlitsmann, til Seyðis-
fjarðar til þess að kanna útibúið. I skýrslu hans
segir að útibúið hafi lánað Stefáni Th. Jónssyni
meirihlutann af því fé sem það hafði til umráða
og tap þess á Stefáni einum nemi nálægt 2
milljónum króna. Allt bendir til þess að lokun
íslandsbanka hafi verið gerð til þess að koma
verzlunar og útgerðarfyrirtækjum í eigu
einstaklinga fyrir kattamef og skapa svigrúm
fyrir samvinnuhreyfinguna. Olafur Bjömsson,
prófessor, segir í sögu Islandsbanka h/f:
,,Lokun Islandsbanka hlfvar mistök, sennilega
mestu fjármálamistök , sem hér á landi hafa
orðið, alltfrá því að Islendingar öðluðust að
fullu yfirráð fjármála sinna.“ I viðtali
Matthíasar Johannessen við Gísla J. Johnsen,
segir: ,JSg hitti Jónas frá Hriflu nokkru síðar og
þá hvíslaði hann að mér“: „ Ohö, mér er ekkert
illa við þig, Gísli. En ég œtlaði bara öhö að
leggjast á flokkinn í gegnum ykkur.“ Niður-
stöðutölur þrotabúsins við skiptalok 30/12
1931 voru eins og hér segir: Eignir kr.
239.936,04; skuldir kr. 215.659,64. Eign
búsins eftirskuldaskil voru samkvæmt því kr.
24.276,40. Það sem gerir þetta gjaldþrot
Stefáns ennþá tortryggilegra er, að við
skiptalok hefur hann leyst til sín íbúðarhúsið,
geymslu og gripahús, ásamt hesti og kú,
blómagarð og lóðaréttindi að andvirði kr.
23.000, greitt með kr. 3000 í peningum og kr.
20.000 með víxli útgefnum af Jóhanni
Hanssyni. Húsgögn og annan húsbúnað keypti
hann og greiddi með kr. 1.782. Eftirstöðvar í
búinu við skiptalok 30/12 1931 voru kr.
24.276,40.
Stefán missti konu sína 19. október 1930
eftir langvarandi veikindi. Eftir lát konunnar
hélt Stefán heimili með hjálp ráðskonu,
Hólmfríðar Eiríksdóttur. Stefán andaðist 7.
apríl, 1937 eftir erfiða sjúkdómslegu. Tryggvi
Þórhallson var á þessum tíma formaður
bankaráðs íslandsbanka.
Heimildir
Æviágrip eftir St.Th. Jónsson, frá 18. okt.
1907, vegna orðuveitingar.
Þeir settu svip á öldina, Þáttur um Stefán
Th. Jónsson eftir Armann Halldórsson.
Húsasaga Seyðisfjarðar (1965) eftir Þóm
Guðmundsdóttir.
Uppgjörsreikningur þrotabús St.Th. Jóns-
sonarfrá 1931.
Vikublaðið Hœnir, 10. janúar 1927.
Hver er maðurinnl U. (1944) Brynleifur
Tobíasson.
Verzlunartíðindi, janúar-apríl 1937, minn-
ingargrein eftir Láms Jóhannesson,
Vísir 24. apríl, 1937, minningargrein eftir
Sigurð Amgrímsson.
Tíminn 29. nóvember 1930; 14., 21., 28.,
marz og 4. apríl 1931.
Ægir, minningargrein um Jóhann Hansson
eftir Ama Vilhjálmsson.
Utskrift úr uppskriftar- og virðingargjörð á
þrotabúi St.Th. Jónssonar.
Iðnsaga Austurlands, 1995, eftir Smára
Geirsson.
Saga Islandsbanka hlf eftir Olf Bjömsson
prófessor.
158