Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 161
/
Arsskýrslur
Minjasafn Austurlands (1997)
Inngangur
Minjasafn Austurlands var stofnað fyrir röskri hálfri öld en formlega opnað í nýju Safnahúsi á
Egilsstöðum á Hvítasunnu 1996. Fram að opnun safnsins einskorðaðist starfsemi þess að mestu við
innsöfnun og skráningu muna. Samhliða sýningahaldi og safnakennslu síðastliðin tvö ár hefur verið unnið
markvisst að því að tölvuskrá og forverja þessa muni að því marki sem mögulegt er, auk þess sem söfnun
hefur haldið áfram.
Þó Minjasafn Austurlands sé gamalt að grunni til þarf að vinna hörðurn höndum að því að það festist
í sessi. Opnun sýninga er ekki nóg. Starfsemi þess má þó ekki staðna og þess vegna þarf að halda því
lifandi. Slíkt gerist helst með auknum rannsóknum á einstaka gripum eða búháttum, síbreytilegri
safnakennslu af ýmsu tagi fyrir böm sem fullorðna, jafnframt því sem endurnýjun sýninga er nauðsynleg.
Það þarf einnig að efla kynningu á safninu út á við.
Arið 1997 var ýmislegt um að vera á safninu fyrir utan föstu sýninguna sem opnuð var vorið 1996.
Safnakennslunni fyrir skólaböm á öllum aldri var framhaldið, svo og kennslu í þjóðbúningagerð. Fyrsta
stóra fornleifarannsóknarverkefni safnsins hófst á árinu en miðað er að því að það standi yfir í þrjú ár.
Fasta sýning safnsins var gerð lifandi með því að sýna þar tóvinnu, jurtalitun og sauðskinnskógerð. Boðið
var upp á ferðir í gömlum hestvagni og kveðnar rímur í baðstofunni.
Tvær nýjar sýningar voru settar upp á árinu í tilefni af 50 ára afmælisdegi Egilsstaðabæjar, rannsóknir
safnsins voru einnig kynntar út á við með greinarskrifum og fyrirlestrum, auk þess sem unnið var að
umsókn safnsins um styrk úr Rafaelsjóði Evrópusambandsins. Minjasafnið er nú orðið aðili fyrir Islands
hönd að evrópsku samstarfsverkefni 8 landa sem rniðar að endurgerð og varðveislu fomra bygginga úr
viði.
Hér á eftir verður starfsemi safnsins á árinu rakin en þar verður drepið í stuttu máli á ofangreinda þætti.
Forstöðumaður safnsins, Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur, tók sér launalaust leyfi frá störfum
frá byrjun októbermánuðar og leysti Jóhanna Bergmann mannfræðingur hana af. Steinunn greinir því hér
frá starfsemi safnsins til septemberloka en Jóhanna mun greina frá starfsemi safnsins frá þeim tíma fram
til áramóta.
Vetrarstarfsemi 1997
Fyrstu fimm mánuði ársins unnu starfsmenn Minjasafnsins að því að hreinsa, forverja og skrá þá muni
sem safnað hefur verið fyrir safnið á undanförnum áratugum. Markmiðið var að klára skráninguna fyrir
sumaropnunina. Samhliða skráningu safngripa var áhersla lögð á safnakennslu handa leik-, grunn-, og
framhaldsskólum í Múlasýslum.
Skrifstofa safnsins var opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-17 en þar var m.a. tekið á móti
safngripum og pöntunum í safnakennslu. Sýningarsalur var opinn gestum á föstudögum frá kl. 13-17 en
159