Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Síða 166

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Síða 166
Múlaþing hvort hér væri um íveruhús bæjarstæðisins að ræða og eins að athuga tengsl milli hennar og kirkjunnar. Gjóskulög sýndu skýrt að þessi bygging hefur verið í notkun á sama tíma og kirkjurústin. Hún var einnig byggð með nánast sama hætti og kirkjan. Langhúsið er í stærra lagi miðað við önnur norræn langhús frá sama tíma. Það er yfir 30 metrar að lengd og um 13 metrar á breidd. Á húsinu eru tvær viðbyggingar, sem gerir húsið enn tilkomumeira. Túngarðurinn afmarkar einnig mjög stórt svæði í kringum bæjarstæðið og því ljóst að mikil jörð hefur tilheyrt því. í norðvestri vottar fyrir hliði eða inngangi og þar fyrir utan hefur staðið lítil bygging. Utan við garðinn eru ennfremur afmörkuð engi í ýmsum stærðum. Til að sjá uppbyggingu og aldur túngarðsins var tekinn könnunarskurður í hann, eins og gert var við langhúsrústina. Skurðurinn sýndi að túngarðurinn hefur á sínum tíma verið nokkuð hár, allt að einn metri. Hann hefur verið að mestu byggður úr torfi en ofan á torfhleðslunni hefur verið sett einföld steinaröð, trúlega til að varna því að skepnur færu yfir hann. Gjóskulögin, sem sáust í sniði skurðarins, voru mjög skýr og vottuðu svo ekki var um að villast að túngarðurinn hefur verið byggður á sama tíma og langhúsið og kirkjan. Að þessum upplýsingum fengnum um kirkjurústina, langhúsið og túngarðinn á Geirsstöðum var komið í ljós áður óþekkt margra alda gamalt stórbýli, jafnvel höfuðból, í Hróarstungu. Við uppgröftinn sumarið 1997 unnu fomleifafræðingarnir Sherry Curl og Howell Magnús Roberts, og þjóðfræðineminn Þórunn Hrund Óladóttir. Páll Þórisson bóndi á Lindarhóli í Hróarstungu vann við rannsóknina á vegum Tunguhrepps. Leonardo da Vinci stofnuninn lagði til einn starfsmann, Libby Urquart, umhverfisfræðing frá Skotlandi. Anna Lísa Guðmundsdóttir, jarðfræðingur á Árbæjarsafni, vann við uppgröftinn í vikutíma í júlí, auk þriggja sjálfboðaliða sem unnu í einn til þrjá daga. Starfsmenn Minjasafnsins, Bjöm Magni Bjömsson og Helgi Valmundsson, aðstoðuðu við að girða rannsóknarsvæðið af. Helgi Elísson frá Hallfreðarstöðum aðstoðaði við að opna uppgraftrarsvæðið með gröfu, svo og að koma skúr starfsmanna á sinn stað. Skúrinn var fenginn að láni endurgjaldslaust frá Héraðsskógum á Egilsstöðum. Útgáfustarfsemi og fyrirlestrar Tveir fyrirlestrar voru haldnir um starfsemi safnsins á árinu 1997. Sá fyrri var haldinn í byrjun mars um niðurstöður könnunarrannsóknar sem fór fram á vegum safnsins sumarið áður. Sagt var frá þeim stöðum sem rannsakaðir voru þá og fyrirhugaðar rannsóknir á vegum safnsins kynntar. Steinunn Kristjánsdóttir hélt fyrirlesturinn í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Hann var öllum opinn. Síðari fyrirlesturinn var haldinn í lok júnímánuðar á ársþingi Rotary á Egilsstöðum. I fyrirlestrinum kynnti Steinunn Kristjánsdóttir fyrirhugaða rannsókn Minjasafnsins á kristnitöku Islendinga. Fyrirlesturinn var síðan birtur í greinarformi í Rotaryblaðinii sem kom út vegna þingsins. Greinin ber heitið „Mörk heiðni og kristni“. Skýrslan Landnámsbœr, kirkja, rétt... sem fjallar um fornleifafræðilega könnunarrannsókn Minjasafnsins sumarið 1996 kom út í mars 1997. I skýrslunni er skýrt frá rannsóknarstöðunum sem voru sjö talsins, allir á Fljótsdalshéraði. í henni eru niðurstöður kynntar og sagt frá fyrirhugaðri rannsókn á einum þessara staða. Skýrslan er skrifuð af stjómanda rannsóknanna og fæst í safnbúð Minjasafnins. í desemberhefti Múlaþings, byggðasögutímariti Austfirðinga, var birt grein eftir Steinunni Kristjánsdóttur um fornleifauppgröft Minjasafnsins á Geirsstöðum í Hróarstungu. I greininni er aðdraganda rannsóknanna lýst, svo og framvindu hennar og tengingu við yfirstandandi verkefni Minjasafnsins á kristnitöku Islendinga. 164
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.