Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 167
Ársskýrslur
Rétt fyrir jólin komu þjóðlegar dúkkulísur sem Minjasafnið lét gera, úr prentsmiðju. Gréta Ósk
Sigurðardóttir, starfsmaður safnsins og grafíklistakona, teiknaði dúkkulísurnar; karl og konu og fötin á
þær, alklæðnað frá víkingatíma annars vegar og þjóðbúninginn hins vegar. Þær eru til sölu í safnbúð
Minjasafnsins og í þrem verslunum í Reykjavík og hefur verið vel tekið.
Jólakortið '97 var gert í samvinnu við Safnastofnun Austuriands. Ljósmynd af 18. aldar altaristöflu úr
Hofteigskirkju á Jökuldal, sem getið er í kaflanum um gjafir til safnsins, prýddi kortið að þessu sinni.
Gjafir
Fjöldi gripa barst safninu á árinu 1997. Þeir urðu 1160 talsins. Stærsti hluti gjafanna kom úr dánarbúi
Jónasar Péturssonar, Fellabæ. Þá ber sérstaklega að geta merkra gripa frá Hofteigskirkju á Jökuldal, sem
sóknamefnd kirkjunnar færði safninu. Þar er fyrst að nefna altaristöflu með myndum úr sögu Krists
máluðum á fjalir. Ljóst er að einhverjar fjalir vantar, en utanum þær sem varðveist hafa er rauður trérammi.
Taflan er vísast máluð hérlendis á 18. öld. Sóknarnefndin gaf einnig tvo hökla, annar er úr rósóttu og
bekkjóttu silki, fóðraður með lérefti hvar í er saumað ártalið 1744 og fangamarkið GIS. Séra Guðmundur
Ingimundarson var prestur í Hofteigi frá 1738-1774 og tillagði kirkjunni hökulinn. Hökull þessi gengur í
munnmælum undir nafninu „álfahökullinn" eða „hólbúahökullinn“ því hann tengist þjóðsögu af Jökuldal
sem segir frá því hvemig huldumaður seyddi til sín unga konu. Þegar hún lést 15 árum síðar skilaði hann
henni í mannheima svo hún hlyti greftrun í vígðri mold og lét kaleik, hökul og altarisklæði með fyrir
legkaup og líksöngseyri. Fjórði og síðasti gripurinn frá Hofteigskirkju er einmitt altarisklæði, rautt en all
upplitað, með krossi. Krossinn er gerður af ofnum borðum saumuðum á klæðið.
Innlán - útlán
Allnokkrir gripir voru afhentir safninu til ótímabundinnar varðveislu á árinu. Nesstofusafn afhenti
læknisáhöld úr eigu Þorsteins Sigurðssonar læknis, en bás tileinkaður honum var settur upp í sýningarsal
i tilefni af 50 ára afmæli Egilsstaðabæjar. Einnig fékk safnið til sýningar 5 gripi úr Njarðvíkurkirkju, þ.m.t.
kirkjuklukku frá 16. öld. Þá eru ótaldir ýmsir munir frá bamastúkunni Æskubraut (áður Skjaldborg) á
Borgarfirði eystri, sem nú má skoða í sýningarsal Minjasafnsins. Loks lánuðu Lára Vilbergsdóttir,
Guttormur Metúsalemsson, Stefanía Steinþórsdóttir, Sigrún Bjamadóttir, Signý Ormarsdóttir og Þorsteinn
Steinþórsson auk fjölda annarra þá gripi sem sýndir voru á sýningunni Gömlu dagana gefðu mér....
Minjasafnið lánaði út nokkra gripi til skemmri tíma. Hallormsstaðaskóli fékk muni, sem áður tilheyrðu
skólastarfi þar, í tilefni af sýningu sem sett var upp vegna 70 ára afmælis skólans. Grunnskóli
Seyðisfjarðar fékk ullarnærföt og -sokka barna vegna sýningar á þemaviku skólans. Menningarmálaráð
Egilsstaðabæjar fékk að láni skaut, traf, spöng og stokkabelti á fjallkonuna 17. júní.
Styrktaraðilar
Ekki er hægt að ljúka við skýrsluna á þess að geta allra þeirra sem styrktu safnið á árinu með einum
eða öðrum hætti. Eldri borgarar á Egilsstöðum, Þórólfur, Gunnhildur, Olafur, Gróa, Guðrún, Laufey,
Kristjana, Fjóla, Rakel, Ingibjörg, Þórhallur, Helga, Árni, Ragnheiður, Helga Björg, Hallveig, Stefán og
Magnús gáfu vinnu sína í baðstofunni frá Brekku. Guðbjörg Jóhannesdóttir sýndi jurtalitun, Ingólfur
Njálsson kvað rímur í baðstofunni og Petra Bjömsdóttir sýndi sauðskinnskógerð, einnig í sjálfboðavinnu.
Ollum þessum aðilum eru hér með færðar bestu þakkir fyrir framlagið.
Þeir sem lásu upp á bókavöku fá þakkir: Anna Valdimarsdóttir, Sigrún Björgvinsdóttir, Guðjón
Sveinsson, Páll Bergþórsson, Hákon Aðalsteinsson, Elín Ebba Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson og
165