Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 181
Arsskýrslur
Húsnæði
Náttúrustofan er enn í bráðabirgðahúsnæði en séð er fyrir endann á því. Unnið er að breytingum á
framtíðarhúsnæði fyrir stofuna og útibú Rannsóknastofnunnar fiskiðnaðarins (RF), í húsnæði Verkmennta-
skóla Austurlands. Þar er Náttúrustofunni ætlað ágætt rými sem samanstendur af rannsóknastofu, 2
skrifstofuherbergjum, bókaherbergi og geymslu, ásamt sameiginlegu húsnæði með RF. Stefnt er að því að
stofan flytji starfsemi sína í þetta nýja húsnæði snemma árs 1999. Með flutningnum gerbreytist aðstaða
Náttúrustofunnar til rannsóknavinnu, til söfnunar bóka og annarra heimilda og gagna og einnig hvað
varðar starfsumhverfi. Þá opnast ýmsir möguleikar á fjölbreyttari starfsemi sérstaklega á sviði fræðslu.
Skólinn og stofnanimar tvær, sem verða í sambýli vænta þess einnig að það geti orðið til að styrkja
tengingu rannsóknastarfa og menntunar.
^PPbygging náttúrustofa
Náttúrustofur, sem starfa skv. lögum nr. 60/1993 um Náttúrufræðistofnun Islands og náttúrustofur, em
nú að taka til starfa víðs vegar um landið. Lögin kveða á um að umhverfisráðherra geti heimilað
starfrækslu einnar náttúrustofu með ríkisaðild í hverju kjördæmi. Héraðsnefndir, sveitarfélög og
heimamenn geta átt og rekið náttúrustofur með stuðningi ríkisins og takmarkast framlag ríkisins við laun
forstöðumanns í fullu starfi og helming stofnkostnaðar. Starfsemi náttúrustofu getur verið á fleiri en einum
stað í kjördæminu eftir skipulagi sem rekstraaðilar koma sér saman um. Heimilt er einnig að kjördæmi
sameinist um eina náttúrustofu.
Framtíð náttúrustofa
Þótt náttúrustofunum sé ætlað víðtækt hlutverk, hverri í sínu kjördæmi, hefur reyndin orðið sú að
einungis eitt sveitarfélag hefur staðið að rekstri hverrar stofu. A Austurlandi er það Neskaupstaður, nú
sameinað sveitarfélag á fjörðum. Það er augljóst að bolmagn einstakra sveitarfélaga til að leggja fé í
rekstur er takmarkað, auk þess sem þau skuldbinda sig til að leggja fé í stofnkostnað, a.m.k. til jafns við
framlag ríkisins. Uppbygging á aðstöðu hefur þó gengið mjög vel, starfsemin komist vel af stað og
verkelni af fjölbreytilegum toga þegar verið unnin hjá þeim náttúrustofum sem nú starfa. Sameining
sveitarfélaga, og/eða samvinna þeirra um rekstur náttúrustofa, getur án vafa treyst rekstur stofanna og gert
þeim kleift að rækja betur það hlutverk sem þeim er ætlað.
Náttúrustofumar þyrftu að geta fjölgað föstu starfsfólki áður en langt um líður. Þannig verður starfið
markvissara og hægt að takast á við viðameiri verkefni og nýta betur sérfræðiþekkingu. Þetta er einnig
nauðsynlegt þar sem erfitt er oft að fá sérhæft fólk til tímabundinna starfa í dreifðum byggðum.
Hugmyndir eru uppi um að fá náttúrustofunum aukið hlutverk varðandi náttúruvernd og að tengja störf
náttúruverndarnefnda og náttúrustofa. Slfkt getur án efa reynst vel. Mikilvægt er þó að náttúrustofurnar fái
einnig að þróast sem rannsóknarstofnanir, m.a. til að þær geti þjónað vel ráðgjafarhlutverki sínu. Það
hlýtur einnig að vera æskilegt að til séu stofnanir utan höfuðborgarsvæðisins sem geta tekið að sér
rannsóknaverkefni á sviði náttúrufræða, boðið sérhæfðu starfsliði vinnu við sitt hæfi og miðlað þekkingu.
Náttúrustofumar eru komnar með, eða u.þ.b. að taka í notkun, góða rannsóknaaðstöðu og þar starfar vel
menntað fólk. Því ætti ekkert að vera að vanbúnaði að þeim sé fengin verkefni á sviði náttúrurannsókna
eftir því sem hentar á hverjum stað.
Guðrún A. Jónsdóttir forstöðumaður
179