Jökull


Jökull - 01.12.1966, Side 56

Jökull - 01.12.1966, Side 56
Heklugosunum 1693 og 1766 og Kötlugosinu 1721. Undir 1693 laginu eru aðeins 10 til 12 hvörf og hefur því vesturhluti vatnsins eklti. rnyndazt fyrr en á síðari hluta 17. aldar, en það þýðir að jökullinn hefur ekki fyrr en þá náð þeirri útbreiðslu, sem hann hafði 1939, er Far- ið hljóp i núverandi farveg. Auslan undir Fagradalsfjalli, á svceðinu milli núverandi farvegs Farsins og þess farvegs, sem áin rann í 1929—1939, er að finna fínsandbor- inn moldarjarðveg undir jökulurð (snið 1 á 2. rnynd, mrelt skammt fyrir vestan brúna á Far- inu) og þar í sjást öskulög allt frá Ijósa Heklu laginu Hr,, sem er um 6600 ára gamalt, upp i vikurlagið frá Heklugosinu rnikla 1693. Hef- ur jökullinn ekki. farið yfir þelta svœði fyrr en í fyrsta lagi um 1730. Sinni mestu útbreiðslu síðustu 1000 árin hefur hann ekki náð fyrr en um miðja 18. öld eða jafnvel ekki fyrr en um rniðja 19. öld. Snið 2 á 2. mynd er mcelt í moldarbarði rétt fyrir framan yztu jökulurðina, sbr. 1. rnynd. REFEREN CES: Green, R. 1952. Sedimentary sequence in the Hagavatn basin. Jökull, 2: 10—16. Magnússon, Á. and Vídalín, P. 1918—21. Jarda- bók, 2. bindi. Köbenhavn. Thorarinsson, S. 1939. The ice dammed lakes of Iceland with particular reference to their values as indicators of glacier oscilla- tions. Geogr. Ann. Stockh. 21: 216—242. — 1949. Some tephrochronological contribu- tions to the volcanology and glaciology of Iceland. Geogr. Ann. Stockh. 31: 239—256. Wright, G. 1935. The Hagavatn Gorge. Geo- gr. Journ. 86: 218-234. Vatnajökulsleiðangur 1966 Vorið 1966 gerði Jöklarannsóknafélag íslands enn út leiðangur til Grímsvatna, hinn 14. í röðinni. Fararstjóri var Sigurður Þórarinsson. Aðrir þátttakendur voru: Magnús Eyjólfsson, bílstjóri, Þórður Sigurðsson, — Carl J. Eiríksson, siglingafræðingur, Hörður Hafliðason, aðstoðarmaður, Guðlaug Erlendsdóttir, matseld og umönnun, Inga Árnadóttir — — — Stefanía Pétursdóttir, — — — Jöklabílar leiðangursins voru Kuggur og Jökull II, báðir orðnir næsta hrumir og er það félaginu hið mesta nauðsvnjamál að eignast ný farartæki til jökulferða. Samflot með mælingaleiðangrinum og raun- ar forustu alla upp í Grímsvötn hafði Guð- mundur Jónasson, er ætlaði með túrista til Kverkfjalla í snjóbíl sínum gamalreyndum, Gusa. Farþegar voru: Anne og James K. Penfield, Árni Kjartansson, Haukur Hafliðason, Hjálmar R. Bárðarson, Hulda Filippusdóttir, June Rose, Ósvaldur Knudsen, Pétur Símonarson. Einnig slógust í för með okkur víslarnir Dep- ill og Naggur og voru þar í ferðafélagar okkar góðir frá tveimur undanförnum Grímsvatnaleið- öngrum: Gunnar Hannesson, Hinrik Thorar- ensen, Rafn F. Johnson og Sverrir Sigfússon og með þeim í för Bernharð Pétursson, Garðar Sigurgeirsson, Guðbjörg Hjálmarsdóttir, Gunn- ar Gunnarsson, Pétur Þorleifsson og Rúnar Einarsson. Samanlagt voru það því 28, er lögðu á jökul- inn að þessu sinni. Ákveðið hafði verið að leggja af stað úr bænum 28. maí, sem var laugardagurinn fvrir hvítasunnu. Sakir mikilla snjóalaga á öræfum, þótti þó ekki ráðlegt að leggja af stað án þess 210 JÖKULL

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.