Jökull


Jökull - 01.12.1966, Page 59

Jökull - 01.12.1966, Page 59
4. mynd. Við gamla mastrið á Pálsfjalls — Kerlingar-línunni. Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson. Fórum frá stöng kl. 18.50. Guðmundur fór með sinn hóp beint til Grímsvatna. Mælingar- menn fóru að efsta mastri, M 3. Mœling við efsta mastur: Yfirborð snævar 18 cm undir efri rönd 3. gjarðar. Nettóákoma síðan 12. júnf 1965 102 cm, nettóleysing sumarið 1965 147 cm, nettó- ákoma veturinn 1965/66 249 cm, vatnsgildi 128 cm. Grvfjan var grafin niður í 260 cm dýpi. Fórum frá mastrinu kl. 22.10. Var gleðskap- ur í víslinum á leiðinni til Grímsvatna, því að Þórður og Lalla (Guðlaug) áttu 25 ára hjúskap- arafmæli þennan dag. Síðari helming leiðar- innar ók Lalla snjóbílnum alla leið upp að skála, en þangað komum við kl. 03.30 og var þá gleðskapur inni, þvl að þar héldu ambassa- dorshjónin upp á 20 ára hjúskaparafmæli sitt. Þriðju hjón ferðarinnar, Arni og Hulda, höfðu þess að minnast, að 10 ár voru síðan þau fóru í brúðkaupsferð á Vatnajökul. Miðvikudagur 1. júni. Veður var hið fegursta um morguninn. Hiti á hádegi — 0,5° C. Osvaldur Knudsen, sem vann að gerð kvikmynda um hverasvæði á Is- landi, með aðstoð Péturs Símonarsonar, var að kvikmyndatöku úti á Hithól. „Júnírósin“ tekin að blómstra, en hún var blaðakona á vegum B.B.C. og hafði aldrei áður komizt í kynni við neitt, er líktist Vatnajökli, en æðraðist þó aldrei. Kl. 15 var haldið niður á Vötn. Kuggur bil- aði þrisvar á leiðinni niður að Gríðarhorni. Snið var mælt frá Gríðarhorni að Depli. Revnd- ! 5. mynd. Guðmundur og Sigurður að gryfju- mælingu. Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson. JÖKULL 213

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.