Jökull


Jökull - 01.12.1966, Page 65

Jökull - 01.12.1966, Page 65
HJÁLMAR R. BÁRÐARSON: Jökulskinna, gestabók á Hrolleifsborg í Drangajökli The Visitors’ Book Jökulskinna at Hrolleifsborg, Dranw.jökull j: Hér skal sögð saga gestabókar, sem hlaut nafnið Jökulskinna og hefur nú verið í hylki í vörðu á hátindi Hrolleifsborgar á Dranga- jökli í nærfellt 30 ár. Þar hefur allmarga gesti borið að garði, og eflaust nokkru fleiri en þá, sem ritað hafa nöfn sín í bókina. Drangajökull mun vera fimmti stærsti jökull á íslandi, talinn vera um 166 ferkílómetrar að stærð, en fer minnkandi eins og aðrir jöklar hérlendis. Meðan Hornstrandir voru í byggð, voru ferðir algengari yfir jökul til byggða við ísafjarðardjúp. Þá var og sóttur rekaviður á Strandir og stundum dregin mikil tré á hest- um yfir jökul. Nú orðið eru mannaferðir á Drangajökli meira frístundagaman, hressandi skemtigöngur náttúruskoðara og þá stundum tengdar athugunum á jöklinum og gróðurfari í nánd við hann. Þó geymir Jökulskinna nokkur nöfn ferðalanga af Ströndum, meðan enn var þar byggð. En nú skulum við líta á Jressa merku bók. Upphaf hennar er skrautritað og inngangs- orðin þessi: „I júlimánuði 1934 voru 12 ísfirzkir skátar, FÁnh.erjar, ásantt 14 norskum gestum þeirra í útilegu í Kaldalóni undir forustu G. Andrews skátaforingja. Þeir gengu á Hrolleifsborg, hlóðu jrar vörðu og settu bók í málmhylki i vörðuna. Sumarið 1936 fóru ísfirðingar enn á Hrol- leifsborg. Þá urðu þeir þess varir, að málm- hylkið hafði ekki þolað vetrarbyljina á Hrol- leifsborg og bókin var orðin allskemmd. Því var nú skipt um bæði bók og umbúðir. Bók þessi er búin til af Guðmundi Jónssyni frá Mosdal. Ingimundur Guðmundsson vélvirki bjó til hylkið. Guðm. Geirdal skáld orti af þessu tilefni kvæðið Hrolleifsborg, en Steinn Leós skrifstofumaður reit það í bókina. Skátafélagið Einherjar hefur annazt þessar framkvæmdir og felur bókina umsjá mannaðra ferðalanga. Gangið vel frá bókinni, en gerið aðvart, ef eitthvað sér á bók eða umbúðum. — Sækið hreysti — en hrindið sorg —'á Hrolleifs- borg." Jökulskinna er stuttorð um dvöl :okkar skát- anna í Kaldalóni og jökulgöngu þaðan sum- arið 1934, sem eðlilegt er. Þótt langt sé um liðið, minnist ég enn þá Jressarar vikudvalar okkar ísfirzku skátanna ásamt norskuitr gestum okkar. Kaldalón er stuttur fjörður, serti gengur inn úr ísafjarðardjúpi að norðaustan. Áin Mór- illa, sem keniur undan skriðjökli Drangajpkuls í dalbotninum, hefur fyllt mikið af firðiþum með framburði og myndað þar miklar leirur og grynningar. Oft má sjá mórauðan litinn á firð- inum af árframburðinum. — Þegar við skát- arnir gistum Kaldalón 1934, var tjaldbúð slegið upp ekki fjarri jökulgarði nálægt fjarðarbotn- inum. Náttúrufegurð í Kaldalóni er mikil og sérstæð. Skriðjökullinn hefur hopað og skilið eftir sig margar tjarnir á milli melalda. Víða er landslag þetta grösugt og vaxið Ivngi og kjarri, en fyrir botni dalsins blasir við skrið- jökullinn, stundum hreinn og fannhvítur, en oftast þó sprunginn og nokkuð sandorpinn, þegar líða tekur á sumarið. Ekki voru veðurguðirir hugulsamir við okk- ur skátana í útilegunni þessa viku júlímánaðar árið 1934. Miklar úrhellisrigningar gerði þar, þótt nokkuð stytti upp á milli. Margar göngu- íerðir fórum við þó unr Kaldalón, og Mórilla var vaðin nokkrum sinnum. Mestur viðburður þessarar ferðar var þó gangan á Drangajökul. Mér er hún allminnisstæð, Jrví að jretta var mín fyrsta jökulganga á ævinni. Rigningar- suddi var þá á, og minnist ég þess, að okkur skátastrákunum þótti skriðjökullinn í botni Kaldalóns hrikalega sprunginn. Var klifrað nið- ur í og yfir margar miklar jökulsprungur á leiðinni á jökulinn, — og ekki mun J)á hafa verið krækt fyrir allar sprungurnar, sem hægt hefði verið. Ævintýrið var meira með því að fara yfir þær. A jöklinum var krapi og Jmng færð. JÖKULL 219

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.