Jökull


Jökull - 01.12.1966, Síða 70

Jökull - 01.12.1966, Síða 70
Eflaust hafa nokkru fleiri komið á Hrolleifs- borg en þeir, sem ritað hafa nöfn sín í bók- ina. Sumir hafa ekki vitað, að þarna var geymd gestabók, en aðrir ekki fundið hana. Þó bar okkur saman um, að Jökulskinna gevmdi of margar minningar til að láta hana eyðileggjast alveg, og ákváðum við því að taka hana með til byggða, svo að hægt væri að endurnýia hana eða endurbæta. Við höfðum um tveggja klukkustunda við- dvöl á Hrolleifsborg í þetta sinn, en veður var þá hið fegursta, þótt síðla væri orðið dags og sól að setjast, er við lögðum af stað til baka yfir Drangajökul áleiðis til Kaldalóns. Veður hélzt bjart, þar til er við vorum að koma niður af jökli á Votubjörg. Þá fóru dökk ský að hvlja jökulbunguna, og merki um veðurbreytingu voru orðin auðsæ. A leið niður í Kaídalón fór að hvessa og rigna, og þegar við fórum að sofa um tvö-leytið um nóttina, var komið rok og rigning, sem hélzt til morguns. Þá hafði Kalda- lón tekið á sig annan svip, stórbrotinn svip og hrikalegan eins og fyrr, en ekki eins myndræn- an og daginn áður. Við ókum því til Reykja- víkur þann dag í leiðindaveðri, en ánægðir með endurminningar um ágæta og hressandi jökulferð. Eftir heimkomuna átti ég símtal við skáta- foringja Einherja á Isafirði, en eins og sagt var í upphafi, átti þetta skátafélag gestabókina á Hrolleifsborg. Það varð að samkomulagi, að ég tæki að mér að fá gerða nýja Jökulskinnu og lagfæra geymsluhylkið sem bezt. Síðan var hug- myndin að koma Jökulskinnu sem fyrst upp á Hrolleifsborg aftur og eigi síðar en í væntan- legri hvítasunnuferð skátafélagsins á Isafirði vorið 1967. Eg fékk sérlega vandaðan pappír í bókina. Allur texti úr görnlu Jökulskinnu frá upphafi var vélritaður fremst í nýju Jökulskinnu. Síðan var allur pappírinn í bókina lagður í silikon- lög (,,vatnsverja“), þannig að hann gæti ekki tekið í sig vatn. Koparhylkið var einangrað að innan, og þéttingin á lokinu var endurnýjuð. Síðan var hylkið málað rautt og hvítt, svo að það sæist betur. Nú beið þetta allt ferðar á Hrolleifsborg. Af tilviljun hitti ég á smurstöð í Reykjavík brezka ferðalanga, allvígalega klædda til fjalla- ferða, akandi á Landrover-bifreið eins og ég. Við fórum að tala saman, og þá kom í ljós, að þetta voru menntaskólapiltar frá Westminster 224 JÖKULL School, Deans Yard, í I.ondon, undir farar- stjórn Ronald French kennara við skólann, Stanley Wolley kennara og D. Felix Richards læknis. Þeir voru þá á leið í Kaldalón til nokk- urra vikna dvalar þar og hugðust líka ganga á Drangajökul. Sagði ég þeim, að ég væri ný- kominn þaðan og gaf þeim ýmis ráð og leið- beiningar um ferðalagið, dvölina í Kaldalóni og fleira. Þegar nýja Jökulskinna var tilbúin, þótti mér leitt að láta hana liggja of lengi fjarri Hrolleifs- borg. Það varð því úr, að við Óttar Kjartans- son ákváðum að skreppa aftur til Horlleifsborg- ar og koma gestabókinni þar fyrir aftur, mán- uði eftir síðustu heimsókn okkar þangað. Upp úr hádegi 20. ágúst 1966 lögðum við því af stað frá Reykjavik á Landrover og ókum rak- leitt vestur að Djúpi og komum í Kaldalón að kvöldi sama dags. Þar hittum við flesta Bretana frá Westminster School, en nokkrir þeirra voru þá uppi á fjalli og höfðu í huga að ganga á Hrolleifsborg þaðan daginn eftir. Við Óttar ókum upp eftir Kaldalónsdalnum, þar sem við tjölduðum á sama stað aftur. Næsta morgun var glaða sólskin, hrein heið- ríkja, dásamlegt veður. Nú tókum við saman farangur til jökulferðar, þar á meðal jöklatjald og matvæli. Þetta varð mikil byrði, þegar mynda- vélarbúnaður bættist við. Haldið var hægt af stað upp með Mórillu, upp eftir Kaldalóni. Við gengum í þetta sinn upp skriðjökulinn í Kalda- lóni. Hann var nokkuð sprunginn, og varð því leið okkar nokkuð krókótt. Tókum við fyrst stefnu á Jökulbungu Drangajökuls, en þegar fór að sjást til jökulborganna, tókum við stefnu á vestustu klettaborgina, Hljóðabungu. Þegar við höfðum gengið þá stefnu nokkuð, urðum við varir við mannaferðir á Hrolleifsborg. Fóru þar fjórir saman. Breyttum við svolítið um stefnu í átt til þeirra, og eftir nokkra göngu mættumst við á jökulbreiðu Drangajökuls. Þar voru komnir þeir Ronald French og Stanley Wolley, kennarar við Westminster School í London, og tveir menntaskólanemend- ur þaðan. Þeir höfðu gengið á Hrolleifsborg um morguninn og voru nú á leið á Hljóða- bungu. Við urðum síðan samferða þangað, en áður skrifuðu þeir nöfn sín í nýju Jökulskinnu, sem við vorum á leið með á Hrolleifsborg, enda komu þeir þaðan. Veðrið var alveg sérstaklega fagurt þennan dag, blæjalogn á jöklinum, glaða sólskin og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.