Jökull


Jökull - 01.12.1966, Blaðsíða 71

Jökull - 01.12.1966, Blaðsíða 71
skafheiðríkt allan daginn. Á hátindi Hljóða- bungu var lognið svo mikið, að þar var eldaður matur á prímus og borðað. Þáðum við Óttar þar ágæta súpu í boði Bretanna, því að við höfðum skilið farangur okkar allan nema myndavélarnar eftir fyrir ofan Hljóðabungu, þar eð við ætluðum okkur til Hrolleifsborgar á eftir. Útsýni var dásamlegt, bæði norður yfir til Hornstranda, til Hrolleifsborgar og Reyðar- bungu. Eftir skamma viðdvöl kvöddum við Bretana og héldum síðan áfram yfir að Reyðarbungu, gengum á hana, síðan niður aftur og urðum nú að taka alllangan sveig inn á jökul til að krækja fyrir hættulegar sprungur vestan til við Hrolleifsborg. — Þegar komið var á ranann við Hrolleifsborg, var dagur að kveldi kominn. Enn þá var þó bjart, og ákváðum við að tjalda þá þegar í snjónum rétt ofan við grjóthrygg Hrol- leifsborgar. Svefnstaður minn varð því hinn sami í annað sinn, — sami og ég svaf á í snjó- húsi fyrir 28 árum, aðeins nokkru ofar á jökul- rananum, vegna þess live jökullinn var mirini nú en þá. Við elduðum okkur góðan kvöldmat, og vor- um fljótir að sofna eftir langa göngu í hress- andi háfjallaloftinu á jöklinum. Og næsti morgun. Hvílík umskipti. Aftur blindþoka, sást ekkert út frá tjaldinu. — Það kom þó ekki að sök i bili. Við gengum upp á hátind Hrolleifsborgar, endurbyggðum rand- vörðuna á fjallinu, bjuggum þar til gott rúm fyrir bókarhylki Jökulskinnu og skrifuðum ferðaágrip og nöfn okkar í bókina. — Meðan þessu fór fram, birti til og aftur kom sólskin og fagurt útsýni. Við dvöldum rnestan liluta þessa dags á Hrolleifsborg við myndatökur og matargerð. Þegar orðið var áliðið dags, héldum við aftur yfir jökul, en nú beinustu leið niður í botn Kaldalóns, niður skriðjökulinn og heim í tjald- staðinn okkar. Þau voru drjúg síðustu skrefin frá skriðjöklinum niður eftir Kaldalóni þetta kvöld, og gott var að komast í svefnpokana. Næsta dag ókum við til Reykjavíkur. Ann- arri Drangajökulsferð okkar þetta sumar var lokið. Nú er Jökulskinna aftur geymd á Hrolleifs- borg og bíður þar gesta, náttúruskoðara, sem sækja vilja heilnæma hressingu til öræfa þessa lands og njóta fegurðar auðnarinnar. (Ljósmyndir (photos): Hjálmar R. Bárðarson.) Frá félaginu Á síðasta aðalfundi, sem haldinn var í Domus Medica 20. janúar 1967, flutti formaður skýrslu um starfsár félagsins frá 12. maí 1966 til 20. janúar 1967. Komu þar m. a. fram þessi atriði: 1. Utgáfukostnaður Jökuls, 15. heftis, nam 67.562,00 krónum. Nægja félagsgjöld því ekki fyrir þeim kostnaði. Hins vegar hefur ritið afl- að félaginu álits og vinsælda. Fjórir fyrstu ár- gangar eru gersamlega Jrrotnir. Voru prentaðir i 500 eintökum. 2. Félagatala 31. des. 1966 var 341 hér á landi, erlendis 55. Þá eru um 20 skiptisambönd, flest erlendis. Samið hefur verið við Bókaverzl- un Snæbjarnar Jónssonar um dreifingu og inn- heimtu Jökuls erlendis. 3. Rannsóknir. Gerð voru ný og varanleg merki úr járni á mælingastaði til jöklamælinga. Áður hefur viðast verið notazt við lítt merktar grjótvörður. — Hin árlega mælingaferð til Grímsvatna var gerð 28. maí (1966). Vetrar- ákoma á Tungnárjökli könnuð jafnframt. Yfir- borð Grímsvatna hafði lækkað um 80 m í hlaup- inu í sept. 1965 4. Nýiskáli í Jökulheimum. Unnið var að innréttingu hans undir forustu Stefáns Bjarna- sonar dagana 29. júlí— 1. ágúst og 6.-9. okt. Lokið er að klæða súð og veggi með 4 x 1/2 þuml. óhefluðum furuþiljum. Er 8 mm bil milli borðjaðra. El'tir er að ganga frá útbyggingu að innan. 5. Snjóbílar félagsins eru orðnir mjög lélegir og þurfa að endurnýjast sem fyrst. 6. Minningar. Loks var þess stuttlega getið, að á þessu starfsári voru liðin 30 ár frá því að Sænsk-íslenzki Vatnajökulsleiðangurinn var gerður (1936). í annan stað voru liðin 15 ár frá Fransk-íslenzka leiðangrinum (1951). Þá sannaðist, að þykkt jökulsins er víðast livar 600—800 m í stað þess að áður hafði helzt verið gizkað á 100 m eða jafnvel minna. 7. Lagabreytingar. Þá samþykkti aðalfundur einróma, að félagsgjald skyldi eftirleiðis vera kr. 200,00. Enn fremur var samþykkt að fjölga í stjórn félagsins úr 5 í 10, en frá því verður nánar greint í næstu ársskýrslu. JÖKULL 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.