Jökull


Jökull - 01.12.1966, Side 74

Jökull - 01.12.1966, Side 74
Stöð Hæð Fjarlægð frá Pálsfjalii m m 71 1171 16907 72 1167 17103 73 1165 17308 74 1163 17523 75 1162 17744 76 1162 17948 77 1162 18151 v. Kerlingu 1173 18695 Kerling 1339.0 19145 2. Snjómastur frá 1959 mældist: Lengd ofanvarpslínu á langskurð 414 m, fjarlægð ofanvarpspunkts frá Pálsfjalli 6864 m, og hæð á snjó við mastur 1297 m. Mastur reist í júní 1965 er í mælistöð 44, þ. e. 10694 m frá Pálsfjalli og hæð 1267 m. Auk þess voru tvö önnur snjómöstur mæld inn, en þau eru ekki sýnd á meðfylgjandi uppdrætti. Hæðarkerfi: FM á Kerlingu 1339.0 m. Frávik frá línu alls staðar minna en 0.5 m. Mælt 8. og 9. júní 1965. Tæki Wild T-2. Veður: Heiðskírt, sólskin, mistur og tíbrá. 3. Síðar um sumarið voru farnar 3 mælinga- ferðir og í þeim ferðum var mælt á Sveins- tindi og Kerlingu og sett fast merki og reist mælingamerki á Hamrinum. Einnig var íarið á Hágöngur, en án árangurs. Auk þess voru til hjá Raforkumálastjóra mælingar frá Mókolli og Fögruf jöllum, sem Gunnar Þorbergsson, mælingamaður Raf- orkumálaskrifstofunnar, lét okkur í té og reiknaði hann einnig úr þríhyrningamæling- um. Niðurstöður: Kerling: Y = 432665.5, X = 499912.6 Pálsfjall: Y = 420927.7, X = 484787.9 Til að ljúka verkinu, þ. e. ákvarða Hamar- inn og fá nákvæmari ákvörðun á Kerlingum og Pálsfjalli, er nauðsynlegt að mæla á: Hamarinn, Pálsfjall, S.-Hágöngu og Vatns- leysuöldur. Sérstaklega viljum við þakka Þorbirni í Borg, er gaf vistir í allar ferðirnar, og Flugbjörgunar- sveitinni fyrir afnot af vélsleða. 228 JÖKULL SIGURJÓN RIST1: Skriðskeri Slush Collector Skriðskerinn er ofur einfalt áhald, sem gegnir því hlutverki að ná sýnishornum af krapaför í ám. Sýnishorn eru tekin á nokkrum stöðum dreifðum reglulega um þversnið árinnar, svo að unnt sé að reikna út heildarismagnið, sem rennur fram á tímaeiningu. Skriðskerinn er ferhyrndur stálrammi og á hann festur grisjupoki úr nælon. Pokinn er festur með spennu, sem fellur þétt að skrið- skeranum. Fljótlegt er að skipta um poka, enda þarf svo að vera, því að aðeins eitt sýnishorn er tekið í hvern poka. Sýnishornið er tekið þannig, að áhaldinu er brugðið snarlega niður í árvatnið og opi skrið- skerans beint gegn straumnum. Vatn og krap streyma inn um opið. Hið frauðkennda ísskrið skerst auðveldlega sundur á hnífseggjum skrið- skerans, og gleypir pokinn þannig sneið, vel afmarkaða. Grisjupokinn rekst nú sundur, en hann er fullir tveir metrar á lengd og víður að sama skapi. Vatnið streymir út um hann, en krapið verður eftir í pokanum. Gerðar hafa verið tilraunir með mismunandi þéttriðna grisjupoka, einnig tvo poka samtímis, grófan innst, en þéttari og stærri utan yfir. Tilraunir sýna, að þarna er ekkert vandamál, krapið situr eftir í hinum innri, þótt grófari sé. Aferð íssins er áþekk salti. Aður en bakstraumsáhrifa frá isnum í pokanum gætir í opi skriðskerans, er því lyft eldsnöggt upp úr vatninu. Skeið- klukka sýnir, hve lengi vatn streymdi inn um opið. Grisjupokinn með ísnum er tekinn af skriðskeranum, pokinn er hengdur upp, og þeg- ar vatn er hætt að síga úr honum, eftir einar 5 eða 10 mínútur, er hann veginn. Sést þá, hve mikið skrið hefur runnið fram að meðal- tali á sekúndu um sneið þá í þversniðinu, sem skriðskerinn afmarkaði. Ærið mörg skilyrði þarf að uppfvlla. Ber fyrst að nefna, að skriðskerinn verður að ná það langt niður í vatnið, að hann nái örugg- 1) Vatnamælingar Raforkumálastjóra. Hydro- logical Survey, Reykjavík.

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.