Jökull


Jökull - 01.12.1966, Side 75

Jökull - 01.12.1966, Side 75
lega niður fyrir skriðflyksurnar, sem dýpst rista. Nauðsynlegt er að hafa skriðskera af allbreyti- legum stærðum, þeir ná 15, 20, 30 og 50 cm niður í vatnið. Þá er breiddin ekki síður breyti- leg, t. d. 30, 20, 15 og 10 cm. Þegar skrið er lítið, er breiðasti skerinn notaður. I miklu skriði verður að stilla breiddinni í hóf, nota t. d. 15 eða jafnvel 10 cm breiddina, svo að athugunar- tíminn verði ekki of stuttur. Skrið er frauðkenndar ísflyksur með auðu vatni á milli, eins og kunnugt er. Því er nauð- synlegt að taka sýnishornið yfir nokkurn tíma, til þess að fá nothæft meðaltal. Sú venja hefur skapazt, að áhaldið í heild með grisjupokanum hefur verið kallað skrið- skeri og ísrennslismælingin skriðskeramœling. Hér er sýnishorn af einni slíkri mælingu. Hún er gerð í Þjórsá ofan við Tröllkonuhlaup 13. febrúar 1965 klukkan 7.30—9.30. Skriðflyksurn- ar, seni dýpst ristu, náðu 17 cm niður í vatnið. Ain var vaðin, og notaður 15 cm breiður skrið- skeri. felli, sem hér er sýnt, má telja ljóst, að ísmagn- ið, sem rann frarn á sekúndu, hafi verið innan markanna 3 til 5 tonn. Rennsli árinnar, vatn og ís, var á sama tíma 165 kl/sek. (kílólítrar á sekúndu), mælt á sírit- andi vatnshæðarmæli skammt undan, svo að ís hefur mælzt 2,4%, er því samkv. framansögðu örugglega á bilinu 1,8 til 3% miðað við rennsl- ið (þyngd). Til þess að fá nokkra hugmynd um skriðmagnið hafa Vatnamælingar framkvæmt nokkrar einstakar slíkar athuganir um alllangt árabil. Reynslan hefur sýnt, að þegar ísskriðið nær 2% af rennslinu í stórám landsins, er gjarnan talað um mikið skrið. Þannig getur það haldizt klukkutímum saman og stöku sinn- um stigið upp í 5% (Sbr. greinina Þjórsárísar í JÖKLI 12. árg.) og jafnvel 15%, en það ástand varir aðeins örskamma stund. Telja má nær algilda reglu, að mönnum hætti til að ofmeta ísskriðið. Er þá ekki gizkað á tvöfalt meira en rétt er, heldur allt að fimm- til tifalt á við hið rétta. Sample No. B Dist. from initial point m Time in sec. Ice kg Ice kg/sec. pr. 15 cm Ice kg/sec. pr. m Part of cr m oss section Ice, kg/sec. B 2 Ice, kg/sec. 0 í 5 9.2 16.5 1.79 11.93 0-10 119.3 119.3 2 20 7.2 15.8 2.19 14.60 10-30 292.0 411.3 3 40 6.8 15.2 2.24 14.93 30-50 298.6 709.9 4 70 6.0 16.6 2.77 18.47 50-90 738.8 1448.7 5 110 7.1 15.3 2.15 14.33 90-130 573.2 2021.9 6 150 6.9 16.4 2.38 15.87 130-170 634.8 2656.7 7 200 7.3 16.6 2.27 15.13 170-250 1210.4 3867.1 ^ 3.9 ton/sec (metric) Slíkar mælingar sem þessar verða ekki fram- kvæmdar af fullri nákvæmni og kemur þar margt til. Skriðið er stöðugum breytingum háð, og getur því skriðrennslið aukizt eða minnkað allverulega, meðan á mælingu stendur. Mæling- in, sem sýnd er hér sem dæmi, hefur auk þess þann annmarka, að langt er á milli tökustaða sýnishorna við hægri bakkann. Er þar um að kenna yfirvofandi hættu af þrepahlaupum, en hafa verður gát á slikum fyrirbærum, þegar unnið er að skriðskeramælingum. Venja er, að reikna með allt að ± 25% skekkju. í þessu til- í þessu sambandi er rétt að hugleiða, að ísinn, sem veginn er við skriðskeramælingu, er blaut- ur og að hárpípukraftur bindur nokkurt vatn í honum. Talið er að í snjó bindi liárpípu- kraftur vatn, sem svarar til 4% af eigin þunga snævarins. Gera má ráð fyrir að í heild sitji hlutfallslega meira vatn eftir í ísnum, því að auk viðloðunar situr vatn eftir í lautum og bollum i ísögnum, þótt vatn sé hætt að síga úr pokanum, þ. e. a. s. mælingin ætti að gefa frek- ar of hátt en of lágt gildi. En nemi ísinn staðar Framh. á 236. bls. (Continued on p. 236) JÖKULL 229

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.