Jökull


Jökull - 01.12.1975, Síða 14

Jökull - 01.12.1975, Síða 14
flow at the base of a glacier or ice sheet. Reviews of Geophysics and Space Physics, 10: 287-333. ÁGRIP LÓN UNDIR JÖKLUM, JÖKULHLAUP OG ELDGOS Jökulhfaup eru skyndileg vatnsflóS frá jökl- um. Sum hlaup koma úr jaðarlónum, þar sem skriðjökull hefur stíflað þverdal. Úrkoma og ofanbráð safnast í dalinn ofan við jökulstífl- una. Grænalón og Vatnsdalslón eru dæmi um þessa gerð lóna. Önnur hlaup koma úr vatns- geymum frá innsvæðum jökla. Slík lón myndast þar, sem jökull þekur jarðhitasvæði. Jökulhlaup geta einnig stafað af eldsumbrotum í jökli. I þessari grein er eingöngu rætt um jökul- hlaup úr vatnsgeymum, sem eru huldir jökli. Orsakir hlaupanna eru kannaðar fræðilega. For- sendur fyrir myndun vatnslóna undir jökli eru skilgreindar. Það er gert á grundvelli lögmála um rennsli vatns í þíðjöklum. Almennt gerum við ráð fyrir, að vatn renni undan halla, en svo þarf ekki að vera, ef vatnið er undir jökli og átt er við halla jökulbotns. Á láréttum botni rennur vatn undan halla jökulyfirborðs. Jökul- fargið við botn þrýstir vatni frá svæðum þar, sem jökull er þykkur í átt að þynnri jökli. Við botn rennur vatn því venjulega frá miðju út til jaðra jöklanna. Þar verkar saman halli botns og þynning jökuls út til jaðranna. Hins vegar er ekki auðséð, hvert vatn rennur, þegar jökul- botn rís upp andstætt halla jökulyfirborðs. Fræðileg könnun leysir þann vanda. I ljós kem- ur, að halli jökulyfirborðs hefur um tíu sinn- um meiri áhrif á stefnu og styrk vatnsstraums- ins en sami halli jökulbotns. Á grundvelli þessa lögmáls má gera grein fyrir, hvar finna megi lón undir jökli. Hugsum okkur þversnið af jökli. f fyrstu hall- ar botni hans og yfirborði í ákveðna átt. Vatn streymir í sömu átt við jökulbotn. Er lengra dregur, tekur jökulbotn að rísa, en halli yfir- borðs er óbreyttur. Vatn rennur inn á þetta svæði og upp jökulbotninn. En rísi botninn hins vegar tíu sinnum brattar en fall yfirborðs, nær vatn ekki lengur að renna upp hann. Vatn gæti þá safnast fyrir í skál við jökulbotn. Þar 1 2 JÖKULL 25. ÁR sem botn skálarinnar verður að halla tíu sinn- um brattar en yfirborði jökulsins, er ólíklegt að lón finnist undir bröttum jökli. Líkurnar eru mestar á að finna lón af þessari gerð undir hábungum jöklanna. Á innsvæðum Vatnajökuls er aðeins um einn líklegan stað að ræða. Hann er undir söðlinum 20—30 km austur af Gríms- fjalli. Lón gætu einnig leynst í gígskálum, t. d. í Öræfajökli og Eyjafjallajökli. — Jökulhlaup geta ekki brotist fram úr þessum lónum, nema eldgos komi upp í lóninu. Mynd 3 a sýnir lón undir jökulbungu. Farg jökulsins er mest undir miðri bungunni, og því þrýstist vatn í allar áttir út frá hábungunni. Vatn rennur út úr lón- inu í sama mæli og inn í það. Lónið nær vissri stærð og helst síðan óbreytt. Hugsum okkur næst kvos í yfirborði jökuls. Jökullinn er þynnri undir kvosinni en um- hverfis hana (Myncl 3 b). Farg við jökulbotn er því rneira utan við kvosina heldur en undir henni. Vatn leitar því úr öllum áttum inn undir kvosina, uns það leggst að jökulbotni, sem rís með tíföldum halla jökulyfirborðs. í þessu felst, að kvos í jökli getur létt svo á vatnsþrýstingi við jökulbotn, að vatn þrýstist upp fjallshlíðar, sem eru allt að tíu sinnum brattari en kvosin. Nái halli fjallsins ekki þessum mörkum, leggst vatnslag eins og kápa yfir það, og upp af fjall- inu rís vatnslagið, uns hallamörkunum er náð. Á sléttum jökulbotni rís vatnsgeymirinn eins og hvelfing upp af botninum. Lögun hvelfing- arinnar er spegilmynd af yfirborði jökulsins, en tífalt brattari. — Úr þessum vatnsgeymum brjót- ast fram jökulhlaup. Vatn og ís streyma stöðugt inn að kvosinni, og við það grynnkar hún og þrýstingur við botn hennar vex. Þar sem vatn er eðlisþyngra en ís, verður vatnsþrýstingur við botn kvosarinnar jafn fargi íss við jaðra vatns- hvelfingarinnar, áður en kvosin hefur risið upp í hæð íssins á jöðrunum. Is streymir stöðugt undan halla inn í kvosina. Jafnóðum og vatns- þrýstingur verður jafn jökulfarginu nær vatn úr geyminum að þrengja sér inn undir ísinn. Vatnstota sækir stöðugt lengra út frá lóninu, mætir í fyrstu æ þykkari jökli, en kvosin grynn- ist enn, og þrýstingur við frambrún vatnstot- unnar vex að sama skapi. Stöðugt þykkari jökli er lyft. En nú fer jökullinn skyndilega að þynn- ast, er dregur að jöðrunum. Vatn hefur náð há- um þrýstingi undir jökli og framundan þynnist jökullinn. Fyrirstaðan er horfin, og vatn úr lóninu á greiða leið eftir botni út að jökul-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.