Jökull - 01.12.1975, Qupperneq 16
jökul, Tindfjallajökul, Torfajökul, Kerlinga-
fjöll og Tungnafellsjökul.
Sprungugos geta komið upp hvar sem er
undir jöklum á eldgosabeltunum. Um níu gos,
líklega sprungugos, hafa verið skráð á vestur-
hluta Vatnjökuls síðustu fjórar aldir (Sigurður
Þórarinsson 1975 a). Upptök eru óviss, en sum
gosin hafa valdið jökulhlaupum í Skaftá,
Hverfisfljóti, Djúpá (síðasta mikla hlaupið var
1753) og í Þjórsá (1783).
Eldgos gætu valdið jökulhlaupum í eftirtöld-
um ám frá Vatnajökli: Skeiðará, Sandgígjukvísl,
Súlu, Djúpá, Hverfisfljóti, Skaftá, Tungnaá,
Köldukvísl, Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöll-
um. Eldgos í Hofsjökli og Langjökli gætu valdið
jökulhlaupum í Þjórsá, Jökulfalli, Norðlinga-
fljóti, Blöndu og Jökulsánuml sem falla í Hér-
aðsvötn. Við virkjun jökulvatna er þvx rétt að
hafa hugfast, að stærstu jöklar landsins liggja
innan hins virka eldgosabeltis, og reikna þarf
með að virkjanir standist jökulhlaup.
Stapar og móbergsfjöll eru almennt talin
mynduð við gos undir jökli, í stöðuvötnum eða
sjó (Mynd 6). Gert er ráð fyrir, að við gos undir
jökli myndist vatnsgeymir, og kvikan berist upp
í vatn á sama hátt og við gos undir sjó, sbr.
Surtseyjargosið. I þessari grein er gerð grein
fyrir því, hvers vegna vatnsgeymir getur mynd-
ast. Yfir eldstöðinni myndast kvos í jökulinn
vegna bráðnunar, vatnsrásir lokast, bræðsluvatn
safnast fyrir og gosefni hlaðast upp inni í vatns-
bólu á svipaðan hátt og við gos í stöðuvatni.
Einnig er gerð grein fyrir lögun vatnsbólunnar.
Lengd grunnflatar er margföld hæð hennar,
gæti t. d. verið tíu- til tuttuguföld; sjá Mynd 3b
og 6b. Skýrir það livers vegna lengd móbergs-
fjalla er margföld hæð þeirra, jafnvel þótt gos-
efnin lxlaðist upp á einu gosopi (sbr. Trausti
Einarsson 1972, bls. 111).
Mynd 6 sýnir hin ýmsu stig í myndun stapa,
neðst bögglaberg, síðan móberg og efst hraun-
lög. Þessi meginskipting kann að raskast við
jökulhlaup. Ef vatn rennur úr bólunni við jök-
ulhlaup kann hraun eða bólstraberg að myndast
1 stað lausra gosefna, uns vatn safnast fyrir á ný.
1 4 JÖKULL 25. ÁR