Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1975, Qupperneq 31

Jökull - 01.12.1975, Qupperneq 31
Á G R I P ÝMIS VANDAMÁL í SAMBANDI VIÐ ALDURSÁKVÖRÐUN JARÐLAGA MED GEISLAVIRKUM EFNUM Trausti Einarsson, Verkfrœði- og raunvisindacleild, og Raunvisindastofnun Háskólans Um síðustu aldamót kom í ljós, að efni eins og úran (U, úraníum) eru geislavirk, sem þýðir jafnframt, að þau breytast úr einu geislavirka efninu í annaö, uns komið er að blýi, sem er stöðugt efni. Þessar efnabreytingar stafa af því, að ýmist er jákvætt eða neikvætt rafhlöðnum ögnum skotið út úr atómkjarna slíkra efna. Slíkar breytingar eru óháðar hinum náttúrlegu ytri skilyrðum, sem koma fyrir á jörðinni, og eru auk þess reglubundnar. Blýmagnið, sem framleiðist þannig úr gefnu úranmagni í berg- sýni, ætti því að vera nákvæmur og öruggur mælikvarði á aldur bergsins. En málið reyndist miklu flóknara, en menn gat grunað í fyrstu. Þannig eru í öllu úrani tvö afbrigði (samsætur), 238U 0g 235U, þar sem talan framan við bókstafinn táknar atómþunga hvors afbrigðis. Miðað er þá við, að atómþungi venju- legs súrefnis, 1(iO, sé 16. Þunginn hvílir í kjarn- anum, en að ytri gerð eru atómafbrigðin alveg eins. Þau skipa því sama sætið í því frumefna- kerfi sem byggt er á efnafræðilegum eiginleik- um, og er nafnið samsæta (ísótóp á erlendum málum) dregið af því. Samsætur geta alla jafna ekki skilist að við umbreytingar í náttúrunni, en með sérstöku tæki (massagreini) er aðgrein- ing þeirra auðveld. Aðeins léttustu samsæturn- ar eins og vetni, tvívetni og þrívetni, greinast að við uppgufun vatns, rakamyndun og fryst- ingu. Og súrefnisgerðirnar luO og lsO greinast að við kalkmyndun sumra sjávardýra; aðgrein- ingin fer eftir hitastigi sjávarins, sem dýrin lifa í, svo að hlutfallsmagn samsætanna í „skelj- unum", þótt fornar séu, má nota sem hita- mæli. Af blýi (Pb) eru til samsætur með atómþunga 204, 206, 207, 208, 210, 211, 212 og 214. Aðeins fjórar þær fyrsttöldu eru stöðugar, og aðeins 2., 3. og 4. samsætan er hver um sig lokaefni í geislavirkri röð. 238U breytist að hálfu á 4510 milljón árum í lokaefnið 200Pb, 23öu helming- ast á 713 milljón árum í lokaefnið 207p|j Þórí- um, 232Th, helmingast á 13.900 milljón árum í 208Pb. Þar eð úran-samsæturnar voru í fastákveðnu hlutfallsmagni á jörðinni á hverjum tíma, ætti hvert bergsýni að gefa sama aldurinn, hvor úran-röðin sem notuð væri. Þetta bregst jtó æði- oft, og má rekja það til taps á blýi, t. d. við upplausn í grunnvatni. En þegar blýtap er or- sökin, og er mismikið í ýmsum sýnum úr sama bergi, hlýtur Jró hlutfallsmagn 206- og 207-sam- sætanna að haldast óbreytt og er niðurstaðan einmitt oft sú. Þetta hlýtur þá að vera upphaf- lega hlutfallið, og nægir sú upplýsing til þess að ákveða aklur bergsins, Jtegar blýeyðingin hófst. Þegar blýhlutfallið í sýnunum er mjög jafnt, bendir Jrað til þess, að eyðingartíminn sé aðeins lítill hluti af Jreim aldurstíma. Breyti- legt blýhlutfall getur þýtt eyðingu á ýmsum tímum, eða ef til vill tap innri efna úr geisla- virkni-röðunum og vandast Jtá málið. Þessi aðferð verður ekki rakin nánar hér, enda er hún aðeins skýrð hér sem inngangur og sem jákvætt dæmi um möguleika aldursgreininga, því að í aðalgreininni er einkum fjallað um vandkvæði við aðrar aðferðir aldursgreininga og möguleika á endurbótum. f 1. kafla er fjallað um það, að streymandi grunnvatn geti þvegið bæði argon (Ar) og strontíum (Sr) úr krystöllum bergs (krystalla- tegundunum hornblendi, múskóvíti, bíótíti og kalí-feldspati) og þannig valdið of lágum aldri eftir aðferðunum 87Rb/ 87Sr (rúbidíum breytist í strontíum) og 40K/ 40Ar (kalíum breytist 1 argon). Á 1. mynd er sýnt vaxandi tap á Ar og Sr, eftir Jtvx sem nær kemur fornu innskoti, sem upphaflega var í bráðnu ástandi. Þessi mynd hefur verið túlkuð þannig, að hitinn í berginu út frá innskotinu hafi valdið tapinu. Þessari skýringu er hafnað í greininni á Jxeirri forsendu, að Ar, sem er efnafræðilega óvirk lofttegund, tapast hratt út úr þeim krystöllum, cem um er að ræða, þegar hitinn fer upp fyrir 300 °C, eins og tilraunir hafa greinilega sýnt. Hins vegar er Sr málmur og þarf miklu hærri hita til að tapast úr krystöllunum. Myndin sýnir hins vegar, að Ar og Sr tapast úr múskóvíti í svo til sömu íjarlægð frá innskotinu, þ. e. við svipað hitastig, og sama á við um tap þessara efna úr bíótíti. Sú skýring er gefin á efnatap- inu, að það hafi orsakast af Jreirri grunnvatns- JÖKULL 25. ÁR 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.