Jökull


Jökull - 01.12.1975, Side 35

Jökull - 01.12.1975, Side 35
eftir veltuna hafi verið um garð gengin. Hit- inn, sem geislasteinarnir hafa myndast við fyrir tilverknað grunnvatns í berginu, hefur verið svo hár (100—200 °C), að vafasamt er, hvort argon hefur þá getað haldist í berginu. í 2. jarðlagabyltingunni, sem höfundur hefur greint í eldri ritgerðum, lyftist landið og dala- myndun hófst og hélt áfram í nokkrum áföng- um. Eftir þetta, og einkum eftir 1. og 2. kynslóð dalanna, hlaut fremur kalt grunnvatn að streyma niður í gegnum hálendi og kæla þau jarðlög, sem nú eru ofansjávar og eru aðgengi- leg til aldursmælinga. Á þessu stigi hefði argon, miklu fremur en á undan því, getað haldist í bergi, sem var nógu djúpt undir yfirborði, en aðgangur fékkst að við rof á ísöld. Hámarks- aldur hér á landi eftir K/Ar-mælingum, 12—16 milljón ár, mundi þá vera aldurinn á elstu stigum dalanna. Þessi túlkun leiðir til viðun- andi samræmis við aldur dalanna eftir landmót- unaraðferðum, sem að ofan var getið. Félaga minnst ÞORVALDUR ÞÓRARINSSON F. 11. nóvember 1909, d. 25. júlí 1915. „Mínir vinir fara fjöld.“ Þessi orð sóttu ærið fast á hugann, er ég að kvöldi aldarárstíðar höfundar þeirra frétti lát Þorvalds Þórarinssonar, hæstaréttarlögmanns. Ekki var þá langt um liðið síðan annar vinur sama heimilisfangs, mágur Þorvalds, Ósvaldur Knudsen, var til moldar borinn. Með Þorvaldi Þórarinssyni er horfinn af sjón- arsviðinu svipmikill persónuleiki, stór í sniðum, maður sem sópaði að hvar sem hann fór, maður sem hélt sitt strik, trúr hugsjónum yngri ára til hinstu stundar. Hann var í tölu menntuðustu og virtustu lögfræðinga landsins, meistari í þjóðarrétti frá Cornell háskóla í Bandaríkjun- um, og hefði Háskóla Islands verið sæmdarauki að slikum manni í hópi kennara lagadeildar. Þorvaldur var mikill unnandi íslenskra bók- mennta og íslenskrar náttúru, og hér er hans minnst sem virks félaga í Jöklarannsóknafélagi Islands. Hann var ferðagarpur, sem víða fór um öræfi Islands. Þorvaldur tók þátt í mörgum Jökulheimaferð- um og var ólatur að taka til höndum við bygg- ingu skemmu og skála. Jöklamenn minnast hans með hlýhug og sökn- u®i- Sigurður Þórarinsson. JÖKULL 25. ÁR 33

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.