Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 47
ACKNOWLEDGEMENTS
I am very grateful to those members of the
1970 Expedition of tlie British Schools Explor-
ing Society who helped with the field work
involved in the preparation of this paper.
REFEREN CES
Atliins, F. B. 1971: Geology. Report of the 1970
Expedition, British Schools Exploring So-
ciety, London, 103—110.
Einarsson, T. 1962: Upper Tertiary and Plei-
stocene Rocks in Iceland. Vísindafélag Is-
lendinga, Rit 36, Reykjavík, 38—42.
Kjartansson, G. 1955: Fróðlegar jökulrákir.
Náttúrufræðingurinn, 25; 159.
— 1965: Geological Map of Iceland, Sheet 5.
Menningarsjóður, Reykjavík.
Thorsteinsson, Th. 1962: Arnarvatnsheiði og
Tvídægra. Arbók Ferðafélags íslands, 51 —
52.
ÁGRIP
LANDMÓTUN A ARNARVATNSHEIÐI
Ian Ashwell
Landslag á Arnarvatnsheiði einkennist af
fremur sléttu heiðlendi með hamrabrúnum móti
norðvestri. Laus jarðlög eru þunn í norðri og
austri en þykkna til suðurs og vesturs. Þetta
landslag virðist mótað af jökli, sem kom úr
norðaustri. Margar hamrabrúnanna mynduðust
þegar vatnsrof undir jökli náði niður úr basalt-
þekjunni í lausari undirlög. Jökullinn hopaði
til norðvesturs. Þá mynduðust jaðarlón við
hamrana og útföll rufu skörð í veggina. Dæmi
um slíkt lón má finna á suðurströnd Arnarvatns
liins stóra. Fíngerður framburður settist sunnan
og vestan heiðarinnar, en sum jarðlög, sem áður
hafa verið álitin framburður á þessu svæði, gætu
verið móberg eða setlög, sem hlíft var af basalt-
þekju, áður en hún var rofin.
Sv.B.
Esjufjallaferð sumarið 1975
Sunnudaginn 20. júlí 1975 söfnuðust nokkrir
félagar úr Jöklarannsóknafélaginu saman að
Breiðá til að liefja göngu í Esjufjöll daginn
eftir. Flestir komu á eigin bílum og á mánu-
dagsmorgun var hópurinn orðinn 31 manns.
Á sunnudag var rigning og leiðindaveður, er
líða tók á kvölclið, og alltaf dimrndi yfir. Fór
göngufólki ekki að lítast á blikuna. Ýmsar til-
lögur komu fram um það, hvernig orku þeirri,
sem búið var að safna í ferðina, væri best varið,
ef veðurguðirnir héldu sínu striki og ekki létti
til. Á mánudagsmorgun var svipað veður, mun
bjartara og veðurspáin lofaði betra. Var nú far-
ið að tygja sig af stað og um hádegið var hóp-
urinn ferðbúinn. Jeppaeigendur ferjuðu sam-
ferðamenn sína að jökulröndinni.
Farið var á jökulinn upp með Mávabyggða-
röndinni að austan, þar er slétt og gott að
ganga, þá er farið yfir að Esjufjallarönd. Á
milli Mávabyggða- og Esjufjallaranda er úfið
og leiðindaklungur. Farið var á ýmsum stöðum,
einna best þótti að fara neðarlega, tók það
flesta um klukkutíma að klöngrast þar yfir.
Esjufjallaröndin er mikil mórena, sem nær
ofan úr Esjufjöllum og niður í Jökulsárlón.
Hún er tvískipt af tiltölulega sléttu belti. Sú
stærri er 10—15 metra há og um 50 metra breið,
sti minni er lítið annað en liturinn í ísnum
nema neðst þar er mikið af jökulmúsum. A
milli þeirra er ísinn sléttur og laus við hóla,
dálítið er um sprungur en ágætt að ganga.
Þegar komið er upp undir Esjufjöllin er komið
að slæmum sprungukolli og er þá betra að fara
vestur yfir mórenuna. Þegar komið er upp fyrir
hausinn, er komið á sléttu, sem hallar niður að
miklu keri, sem er við endann á Skálabjörgum.
Þá er best að halda hæð og fara vestur fyrir
kerið þar til auðvelt er að komast af jökli.
Eins og fyrr segir var rigning, er lagt var af
stað, en stytti upp og gekk á með skúrum, er
líða tók á daginn. Gangan á jökli tók 6—8 tíma
enda var göngufólkið misjafnlega vant göngu
með byrðar.
Tjaldað var í Tjaldmýri, sem er mosa- og
grasivaxin vin með tærum læk vestan við Skála-
björg. Reis þar hin myndarlegasta tjaldborg.
Á þriðjudag var svæðið athugað nánar. Geng-
JÖKULL 25. ÁR 45