Jökull


Jökull - 01.12.1975, Síða 50

Jökull - 01.12.1975, Síða 50
1972 Snjóflóð i Auðbjargarstaðabrekku. Heimild: Bjarni Gunnarsson, bóndi, Auðbjargarstöðum. Sunnudaginn 23. janúar lentu fjórir menn á rússneskri jeppabifreið í blindbyl og ófærð í Auðbjargarstaðabrekku og urðu að ganga frá bílnum. Áttin var vestlæg. Af hendingu komust þeir í fjárhús frá Auðbjargarstöðum og síðar til bæjar, er rofaði tii um nóttina. Þegar gætt var að bílnum daginn eftir var hann horfinn. Snjóflóð hafði tekið hann og flutt nokkuð niður fyrir veg. Lítið sást móta fyrir snjóflóðinu, en snjódyngjan var hörð orðin. Snjóflóð i Mánárskriðum. Heimild: Morgun- blaðið 28. janúar 1972. Hinn 26. janúar var NA-átt og snjókoma á Norðurlandi. Talið var að i allt hafi 10 snjó- flóð fallið á veginn í Mánárskriðum — sum all- stór. Vegagerðarmenn unnu þar að snjómokstri 27. janúar. Snjóflóð í Tálknafirði. Heimild: Utvarpsfrétt. Hinn 29. janúar féll snjóflóð á Suðurfjarðar- veg og braut raflínustaur. Snjóflóð við Skíðaskálann i Hveradvlum. Heimild: Morgunblaðið 17. febrúar 1972. Snjóskriða færði tvær telpur í kaf í brekk- unni innan við Skíðaskálann í Hveradölum síðdegis laugardaginn 12. febrúar. Mesta mildi var, að til þeirra sást, og voru þær grafnar upp úr fönninni, önnur á eins metra dýpi, en hin á 20—30 cm dýpi. Náðu telpurnar sér fljótt. Tveir menn sáu, er snjóskriðan féll yfir telp- urnar. Annar þeirra, Sigurður Kristjánsson, starfsmaður hjá Gjaldheimtunni, sagði Mbl., að hann og Guðmundur Jóelsson hefðu verið ný- búnir að renna sér niður skíðabrekkuna um kl. 4 á laugardag og snéru þannig, að þeir sáu, þegar telpurnar, sem voru á að giska 11 og 12 ára gamlar, komu niður brekkuna á snjóþotu. Kom snjóskriðan á eftir þeim og steyptist yfir þær, eftir að þær voru komnar niður á jafn- sléttu. Allir aðrir voru uppi í brekkunni og gátu ekki séð þetta, en fleiri komu fljótt á vett- vang. Gekk fljótlega að finna aðra telpuna, sem var á 20—30 cm dýpi í snjónum. En hin fannst ekki fyrr en farið var að stinga niður skíðum og kanna þannig snjódyngjuna. Sú telpan, er 48 JÖKULL 25. ÁR seinna náðist, var á um metra dýpi í snjó, og var hún farin að stirðna, að sögn Sigurðar. Var borið við að nota blástursaðferðina og náði hún sér skjótt. Síðdegis á laugardag var gott veður og orðið frostlaust og því mun skriðan hafa losnað. Sig- urður giskar á, að fallhæð hennar hafi verið um 30 metrar. Snjóflóð i Óshlið. Hinn 4. apríl segir útvarpið, að Oshlíðarveg- ur hafi verið lokaður undanfarna daga vegna snjóflóða. Snjóflóð á Múlavegi. Heimild: Dagur, Akur- eyri 20. apríl 1972; fréttaritari B. S., Ólafsfirði. Seint á laugardag 15. april féllu snjóskriður á Múlaveg og stöðvuðn alla umferð. Voru þá tveir bílar á leið til Ólafsfjarðar, sendibíll og slökkvibíll, sem Ólafsfjarðarbær hafði keypt. Þegar ökumennirnir voru komnir út undir Flag- ið, lokaði nýfallin snjóskriða þeim leiðina, snéru þeir þá við og ætluðu til Dalvíkur. En er þeir komu inn að Vogagjá, var snjóskriða fallin þar yfir veginn og lokaði leiðinni. Ökumenn- irnir gengu til Ólafsfjarðar. Snjódyngjunum var ýtt af veginum daginn eftir. Snjóflóð á Múlavegi. Snjóflóð féll á Múlaveg þann 21. apríl og teppti hann í bili. Óshlíðaruegur, athugasemd. Aðfaranótt 29. okt. varð gangandi vegfarandi úti á Óshlíðarvegi. Fjölmiðlar fluttu þá fregn, að dauðsfallið væri af völdum snjóftóðs. Við nánari athugun reyndist það ekki rétt. (Heim- ilclir: Tíminn og lögregla ísafjarðar.) Snjóflóð i Mánárskriðum. Heimildarmaður: Þorsteinn Jóhannesson, bæjarverkfræðingur, Siglufirði, skv. bréfi dags. 31. okt. 1972. Fimmtudaginn 26. okt. og fyrrihluta föstu- dagsins 27. okt. snjóaði talsvert á Siglufirði í allhvassri norðaustanátt með vægu frosti. Snjó festi nokkuð í láglendi, 10—15 cm, og upp eftir fjallshlíðum, en efst í fjöllum festi lítinn snjó vegna veðurhæðar. Skömmu eftir háclegi á föstu- dag hlýnaði í veðri, jafnframt hvessti af norð- austri. Um kvöldið var koniið norðaustan hvass- viðri með rigningarslyddu á láglendi og krepju til fjalla. Veðrið hélst til birtingar laugardags-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.