Jökull


Jökull - 01.12.1975, Page 57

Jökull - 01.12.1975, Page 57
3. Féll í desember 1973 utan Kdlfeyrar. 4. Snjóflóð úr Eyrarfjalli utan Flateyrar. Hinn 11. febrúar 1974 hljóp þar úr þrem- ur giljum hengjuhlaup. Efnismagn var fremur lítið, það laskaði raflínuna Flateyri/ Suðureyri og náði i sjó fram. 5. Snjóflóð úr Eyrarfjalli féll 11. febrúar úr gili utan við Skollahvilft og féll til sjávar utanvert við Flateyrina. Snjóflóðið braut þrjá staura í raflínunni Flateyri/Suðureyri og tók stóran fiskhjall, sem útgerðarfélagið Hjálmur átti. Hjallurinn stóð utan við Goðahól. Það mölbraut hjallinn og flutti niður í fjöru. Snjóflóðið fór niður nálægt nýbyggðum húsum við Hjallaveg. 6. Snjóflóð úr Skollahvilft. Hinn 11. febrúar féll snjóflóð úr Skollahvilft og í sjó fram. Þarna falla iðulega snjóflóð (1953, 1969). Snjóflóðið féll yfir kirkjugarðinn, en hann var áður kominn á kaf i fönn, svo að skemmdir urðu litlar eða engar. Háspennu- línan hefur verið flutt og er nú strengd yfir voginn innan Flateyrar, svo að hana sakaði ekki. 7. Snjóflóð úr Skollahvilft. Hinn 11. febrúar féll annað snjóflóð spölkorn innar. Það kom einnig úr Skollahvilft — þar er þekkt,- ur snjóflóðastaður og hefur oft valdið veru- legu tjóni. 8. Snjóflóð úr innanverðri Skollahvilft féll niður á milli Sólbakka og Hvilftar um 400 m breitt. Það féll mánudaginn 11. febrúar kl. 13. Snjóflóðið braut fjóra staura x 33 kV orkulínunni frá Mjólká og sleit línuna, einnig tók það sjónvarpshús, sem var að vísu niður lagt, en í því var talstöð frá Landssíma Islands. Sjónvarpshúsið fannst rekið handan fjarðarins, gjörónýtt. Það er engin nýlunda að raf- og símalínur verði þarna fyrir skakkaföllum. Nokkuð upp í fjallshlíðinni var vatnsból (vatnstankur) síldarverksmiðjunnar á Sólbakka. Vatns- þróin skemmdist í snjóflóði 27. nóv. 1938. 10, 11 og 12. Snjóflóð á Selabólsurð. Nr. 10. Hinn 11. eða 12. febrúar féll stórt snjóflóð á Selabólsurð, nokkru utar en venja er. Það lenti á eyðibýlinu Selakirkju- bóli og braut húsin. Snjóflóðin, sem merkt eru nr. 11 og 12, féllu 1969. Háspennulín- una sakaði þó eigi, því að snjóflóðaplógur var til varnar. Mynd 2. Fig 2. JÖKULL 25. ÁR 55 „ • ' V ' ‘ú ./V.J lí’fB V’

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.