Jökull


Jökull - 01.12.1975, Síða 58

Jökull - 01.12.1975, Síða 58
Snjóflóð á Breiðadal. Dagana 11. eða 12. febrúar 1974 féll snjóflóð nokkru innan við Neðri-Breiðadal. Það var breitt og eyðilagði girðingu á allstóru svæði. Það er ekki dreg- ið inn á meðfylgjandi landabréf. 13 og 14. Snjóflóð hjá Veðrará. Hinn 12. febrúar kl. 1 féll stórt snjóflóð milli bæjanna Ytri- og Innri-Veðrarár. Upp- tökin eru hengjuhlaup uppi undir brún. Flóðið féll nálægt bænum Ytri-Veðrará. Þvert á stefnu hlaupsins liggja tvær raflín- ur. Önnur er 33 kV orkulína frá Mjólkár- virkjun, úr henni tók flóðið sjö staura. Staurabrot og víraslitur flutti snjóflóðið út á miðjan fjörð. Þarna hafa oft fallið snjó- flóð, t. d. á 17. öld og 1894. Nr. 14 á að sýna það snjóflóð. Það féll nær Innri-Veðr- ará og tók skemmu er stóð nokkrum metr- um utar og neðan við bæinn. 15 og 16. Tvö snjóflóð, flekahlaup, féllu yfir veginn hjá Tannanesi. Þau skemmdu ekki raflínu, en brutu sex símastaura. Hið fyrra féll mánudaginn 11. febrúar kl. 11, en hið síðara féll aðfaranótt þriðjudagsins 12. fe- brúar. 17. Sténrt snjóflóð úr tírðarskál féll niður fyrir veg 11. eða 12. febrúar. 18. Mánudaginn 11. febrúar féll snjóflóð hjá Kirkjubóli í Korpudal. Snjóflóðið tók gaml- an hjall og snerti hlöðuhorn; þarna hafði fallið snjóflóð í nóvember 1969. 19. 20. Tvö snjóflóð féllu innar í Korpudal 11. —12. febrúar. Á ytri staðnum (Nr. 19) féll snjóflóð í nóvember 1969. Báðir staðirnir eru kunnir snjóflóðastaðir. 21. Árið 1949 voraði seint, snjó hlóð niður, þótt komið væri fram í maí, þá sprakk fram snjófylla inni undir Hádegisá á Bjarn- ardal. Viðauki. Raforkulínan fýkur um koll. Ekkert snjóflóð féll á Bjarnardal í ofsaveðr- inu 10.—13. febrúar 1974, en inn undir botni Bjarnardals fauk 33 kV orkulínan frá Mjólká hreinlega um koll. Það gerðist í afspyrnu NA- fárviðri, sem gekk yfir Vestfirði 12. eða 13. fe- brúar 1974. Ástæða er til að veita tvennu at- hygli. Hið fyrra er: Línan, sem er vestan Bjarn- ardalsár, fauk austur yfir ána og lá þar nokkurn spöl uppi í brekkunni. Hún fór austur yfir, þótt vindáttin yfir Vestfjörðum væri frá norð- austri. Það hefur að því er virðist slegið æði 56 JÖKULL 25. ÁR hastarlega fyrir af vestri í dalbotninum. Hitt atriðið er, að þótt 15 staurar brotnuðu, þeir ýmist kubbuðust eða rifnuðu langsum, þá slitn- aði enginn af þremur vírum línunnar. Snjóflóð nr. 22 og 23. Snjóflóðakortið af Önundarfirði sýnir tvo snjóflóðastaði á Bjarnardal. Smá spýjur falla úr Kaldbak og niður fyrir veg. Þetta gerist einkum eftir vestanátt. 24. Snjóflóðakortið vekur athygli á, að snjó- flóð falla í Ófeeruhlið. Frá Ófæru og út að Verbúð falla snjóflóð í flestum giljum og það oft á hverjum vetri, einkum eftir vest- anátt. 25. I febrúar 1974 féll snjóflóð úr Þorfinni og niður á tún á Þorfinnsstöðum. Bóndinn á Þorfinnsstöðum hafði gert sér grein fyrir aðsteðjandi hættu og rutt með jarðýtu snjó- dyngju mikilli til varnar fjallsmegin að bæ sínum. Það dugði, er á reyndi. Snjóflóð á Isafirði og í Bolungarvik. (Heim- ildarmenn: Aage Steinsson, Isaf., og Benedikt Benediktsson, Bolungarvík.) Fyrsta snjóflóðið, sem vitað er um að félli á Vestfjörðum í norðaustan stórhríðarveðrinu dagana 9.—13. febrúar 1974 var í Eyrarfjalli við Isafjarðarkaupstað. Sunnudaginn 10. febrúar kl. 23 fór Hnífs- dalslínan út. Snjóflóð hafði fallið utan við Pét- ursborg, yfir veginn og niður í sjó. Það tók þrjá staura úr 6 kV ísafj./Hnífsd.línunni og einn staur úr 11 kV Bolungarvíkur/Ísafj.orkulínunni án þess að slíta hana. Snjóflóð féll mánudaginn 11. febrúar kl. 10 úr Miðhvilft Þórólfshyrnu og braut stauratví- stæðu úr 11 kV Bolungav./Isafj.orkulínunni, sem áður er nefnd, og sleit hana utan við Fremri-Hnífsdal. Aðfaranótt þriðjudagsins 12. febrúar féll snjó- flóð niður innan við Grænagarð, þ. e. a. s. nú- verandi Grænagarð. Það féll niður þar sem bær- inn Grænigarður stóð, sem eyðilagðist í snjó- flóði 15. febrúar 1916. Arnór Jónsson á Seljalandsbúinu hafði seint um kvöldið áður orðið að ganga frá bíl sínum föstum í ófærð á veginum. Bíllinn var nýr og stór vörubíll. Snjóflóðið þreif bílinn og færði niður í fjöru og gjörónýtti hann. Flóðið tók einnig þrjá staura úr 33 kV raflínu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.