Jökull - 01.12.1975, Síða 62
niður í fjöru. Það er sjaldgæft, en þó aðgæslu-
vert við sum skilyrði.
Þrœladalur—Stekkagil: Rétt utan við Brekku
út og upp af ysta býlinu í Brekkuþorpi (Iiast-
ali) eru Stekkagil framundan Þræladal. þar geta
fallið snjóflóð, en ná sjaldan í sjó.
Kiðuhjallabunga — Rimaborg: Fyrir 1940
hljóp snjóflóð úr svokallaðri Kiðuhjallabungu
og niður á Rimaborgina rétt innan við Einbúa
og býlið Rima. Flóðið tók fjárhús og drap kind-
ur. Kortið sýnir snjóflóð innan Einbúa, en hluti
snjóflóð hefur einnig fallið utan Einbúa og í
sjó fram milli bæjanna Rima og Haga.
Hof—Eldleysa: Á þessari bæjarleið eru marg-
ir hættustaðir. Talið frá Hofi er fyrst Hlífará,
þá Stórurðargil, þá Selborg, þá Krosspartslækur,
Þá Rangmiga, þá Einstig, sem er eitt til tvö
hundruð metra innan við bæinn á Eldleysu.
Eldleysa—Steinsnes: Á þessari bæjarleið voru
snjóflóð einnig tíð og hættustaðir eru þar þétt-
ir. Um 100 metra fyrir utan Eldleysu heitir
Vogslækur, þá Festifjörugil og nokkru utar
Drangsgil. Þetta voru hættulegustu staðirnir, en
hlaup gátu komið víðar. Til dæmis hljóp eitt
sinn á býlið Hvamm, en það var byggt aðeins
fáa áratugi fram um síðustu aldamót. Slys varð
ekki, því bóndi hafði gert ávala þúfu eða hól
við baðstofustafninn.
I Dalaskriðum eru snjóflóð tíð og hlaupstaðir
margir. Mest mun hættan vera þar sem heitir
Fremstagil, Krókagil, Akurgil og Moldargil, en
snjóflóð koma þarna á enn fleiri stöðum.
Utan við Dalaskriður er Daladalur. Niður í
dalinn koma stundum smásnjóflóð úr hlíðum
hans beggja vegna.
Flatafjall er utan Daladals. Þar er mér að-
eins kunnugt um einn hættustað, þar sem heita
Nafrar á milli gömlu býlanna Dalir eða Stóru-
dalir og Borg.
Þess skal að lokum getið hér, að í raun eru
hættusvæðin almennt talin þrjú, þ. e. í Vikun-
um, undir Tóarfjalli, þ. e. á milli Hofs og Steins-
ness og í Dalaskriðum. Hitt er miklu sjaldgæf-
ara að snjóflóð falli á milli Hesteyrar og
Brekku úr Ekrutindi, á milli Brekku og Rima
úr Rimatindi og úr Flatafjalli innan við Dala-
tanga. Og hlaupið á Tangann inni við Fjörð
er einsdæmi eins og áður sagði.
Snjóflóð við Mjóafjörð á árinu 1974.
Það er erfitt að segja með vissu til um þau
snjóflóð, sem féllu á árinu 1974. Hvort tveggja
60 JÖKULL 25. ÁR
cr, að mannaferðir eru í snjóavetrum litlar sem
engar um strandlengjuna frá Hesteyri og inn
að Firði og frá Brekkujrorpinu og út að Dala-
tanga og eins hitt, að snjókoma hélst áfram
mikil eftir að hljóp, þannig að óljóst sést af
sjó, hvort snjóflóð hafa fallið eður ei. Má vera
að þetta komi betur í ljós, þegar menn byrja
að paufast þessa leið á landi. En svona standa
málin í dag.* (Mynd 4).
Það, sem við vitum með vissu um snjóflóð í
vetur, er þetta:
Víkurnar: Stórt snjóflóð féll í Svarthamravík
og nokkur fleiri á þessu svæði.
Hesteyri — Brekkuþorp: Gilin í Ekrutindin-
um munu öll hafa hlaupið frarn. Snjóflóða-
svæðið náði inn fyrir Hamar og út undir Hlíð.
Fór símalínan á nokkur hundruð metra kafla.
Hlíð — Holt: Snjóflóð kom niður gilið utan
við Hlíð og náði nú inn á túnið, tók Hlíðar-
húsið, sem staðið hefur síðan um aldamót, og
braut það í spón og sópaði á sjó fram að mestu.
Þá kom snjóflóð fram Holtslœk á mörkum
gömlu grasbýlanna Holts og Borgareyrar. Þetta
cr 50—100 metrum innan við kirkjuna og álíka
langt innan við innsta byggða húsið nú, Eyri.
Ég hef aldrei heyrt talað um snjóflóð þarna.
Þetta hlaup náði nokkuð inn fyrir nefndan læk
og féll yfir grunna gamla eyðibýlisins Holts og
segja sjónarvottar að verksummerkjum, að það
mundi tvímælalaust hafa sópað húsinu með sér.
Ég þóttist sjá greinilega utan af firði nokkrum
dögum eftir að flóðið féll, að sprungið hefði
fyrir á nokkur hundruð metra kafla hátt í hlíð-
um, frá svonefndum Teigshömrum út og upp
af Hlíð og út undir Borgareyrarána. Sýnist mér
þarna hafi skriðið fram snjór á breiðu belti,
en ekki náð sér fram nema niður Holtslækinn,
sem áður greinir. Hitt hefur stöðvast í slakka,
sem verður ofan við túnin upp af Borgareyri
og upp af kirkjunni.
Þrœladalur — Stekkalœkir: Snjóflóð féll niður
ytra Stekkagilið niður fyrir götu. Ottast var,
að innra gilið kynni að hlaupa og hafði fólkið
í Kastalanum vara á sér og yfirgaf húsið nokkr-
um sinnum og fór til gistingar i næstu hús.
Hof — Steinsnes: A þessum kafla komu all-
mörg snjóflóð og hafa sést verksummerki af sjó
í Hlifará, Rangmigu og Einstigi og sennilega t
Drangsgili.
* Bréfið er skrifað 10. febrúar 1975.