Jökull


Jökull - 01.12.1975, Side 64

Jökull - 01.12.1975, Side 64
Dalaskriður: Ekki sést greinilega af sjó hvar hlaupið hefur í skriðunum, en vafalídð hafa flest gilin þar hlaupið nú í vetur, enda gera þau það raunar, þegar öðru vísi árar. Flatafjall: Þar hljóp æðispýja niður á Nafra á milli Borgar og Stórudala. Hér hafa verið talin þau snjóflóð, sem vitað er um með vissu að fallið hafa í vetur. Eins og fyrr segir, geta þau verið fleiri, en það kem- ur ekki í ljós fyrr en umferð hefst að nýju um eyðisvæðin. Oll framanrituð frásögn er fremur ónákvæm. Hér kemur það í ljós, sem víða annars staðar, að maður hefur trassað að afla fyllstu vitneskju um þessa hluti frá þeim mönnum, sem bjuggu á hættusvæðunum og gjörþekktu allar aðstæð- ur. Einn slíkur en enn á lífi, Sigurjón Sigur- jónsson fyrrum bóndi á Eldleysu. Hann og systkini hans bjuggu þar mörg ár, og Sigur- jón var þaulkunnugur snjóflóðasvæðinu, eink- um beggja megin við Eldleysu, en ég ætla einnig hið ytra í Dalaskriðunum. Sigurjón á heima í Holti í Norðfirði, og hugsanlegt væri það, að hann myndi stinga niður penna, ef til hans væri leitað. Lýkur hér bréfi Vilhjálms Hjálmarssonar, menntamálaráðherra, um snióflóð við Mjóa- fjörð. Snjóflóðin í Neskaupstað 20. desember 1974 Afdrifaríkustu snjóflóðin i desembersnjóflóða- hrinunni voru snjóflóðin x Neskaupstað, sem féllu á 3. degi hrinunnar, þ. e. a. s. 20. desemb- er og urðu 12 manns að bana, 6 var bjargað úr flóðunum og 8 sluppu af eigin rammleik. Snjó- flóðin, sem ollu manntjóni, voru tvö og féllu með 10—15 mínútna millibili. Ég styðst hér á eftir í aðalatriðum við heimildasöfnun og mæl- ingar Hjörleifs Guttormssonar, líffræðings í Nes- kaupstað, en hann vinnur nú að ítarlegri grein um snjóflóðin. (Mynd 5). Fyrra snjóflóðið féll úr Brceðslugjánum (gil- skorurnar eru þrjár), kl. 13.47. Að því er næst verður komist voru upptökin í 800 m hæð y. s., og er aðsópssvæðið þar um 450 m breitt. Hlaup- rásin mælist 2 km, mesta breidd 400 m. Meðal- hallinn er 24°, mestur efst eða yfir 30°, en neðst um 11°. Snjóflóðið lenti á athafnasvæði Síldar- vinnslunnar hf. og gjöreyðilagði byggingar fiski- mjölsverksmiðjunnar. Þá þreif hlaupið með sér svartolíugeymi með 900 tonnum af svartolíu auk tómra lýsisgeyma. Þar að auki skemmdi hlaupið frystihús og niðursuðuverksmiðju stað- arins, sópaði burt lagerhúsi og 2 smáhýsum og braut 9 staura í orkulínunni, sem tengir Nes- kaupstað við rafkerfi Austurlands. Snjóhrönn- in lokaði aðalvegi kaupstaðarins í tvo sólar- hringa, snjódýpi þar var um 1,5 m. í neðstu 500 metrum hlauprásarinnar var snjódýptin víð- ast hvar röskir 2 m. Magn snjódyngjunnar neðan hamra var áætluð 600 þús. m3. í snjóflóðinu 62 JÖKULL 25. ÁR fórust 5, allt karlmenn. Mikið magn af snjó og braki barst niður í flæðarmál. Síðara hlaupið féll örlítið utar, eða úr Mið- strandarskarði, þar sem fjallið er nokkm lægra. Upptök í nál. 700 m hæð y. s. á 350 m breiðu svæði. Lengd hlauprásarinnar var 1,7 km og er meðalhallinn þarna um 24°, en svo skutlaðist flóðið nálægt 400 m út á sjó. Snjóflóðið varð 7 manns að bana. Það eyðilagði steypustöð (Steypusalan hf.) og vélalager, bifreiðastöð (Bif- reiðaþjónustan) og eitt íveruhús (Urðarteigur 52). Þá laskaði hlaupið nokkuð vélaverkstæði, sem var í bráðabirgðahúsnæði. Snjóflóðið þreif með sér 19 fólksbíla, 5 vörubíla, lítinn lang- ferðabíl með 2 mönnum og jarðýtu og mikið rnagn áf véla- og bifreiðavarahlutum. Magn hlaupsins neðan liamrabelta var um 200 þús. m3. Snjódyngja lokaði veginum í 2 sólarhringa. Hrönnin var mest 2 til 3 m djúp, meðalsnjó- dýpt við aðalgötu urn 125 cm. Fjöldi sjálfboða- liða vann að björgun og lagði hart að sér. Eng- in tök eru á að gera þeim þætti skil hér, en í þessu sambandi skal bent á, að Hjörleifur Gutt- ormsson mun skrifa grein um björgunarstarf- ið í Árbók Slysavarnafélags íslands 1975. Þeir sem fórust í snjóflóðunum voru: Aðalsteinn Jónsson, vélstjóri, Ásgarði 12, 60 ára Elsa Gísladóttir, htxsmóðir, Strandgötu 58, 32 ára Guðmundur Helgason, vélstjóri, Miðstræti 23, 61 árs Högni Jónasson, sjómaður, Víðimýri 5, 41 árs

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.