Jökull


Jökull - 01.12.1975, Page 67

Jökull - 01.12.1975, Page 67
Karl Waldorff, bílstjóri, Þiljuvöllum 22, 47 ára Ólafur Eiríksson, vélstjóri, Mýrargötu 9, 58 ára Ólafur Sigurðsson, ýtustjóri, Urðarteig 37, i9 ára Stefán Sæmundsson, húsasmíðameistari, Þilju- völlum 10A, 53 ára Sveinn Davíðsson, bílstjóri, Miðstræti 20, 49 ára Þórstína Bjartmarsdóttir, húsmóðir, Urðarteig 52, 26 ára, og synir hennar tveir: Ágúst Sveinbjörnsson, 8 ára Björn Hrannar Sigurðsson, 3 ára. Hér var um þurr foksnjóflóð að ræða, blönduð að gerð, svonefnd kóf- og flekahlaup. Einmitt sú tegund snjóflóða, sem mannskæðust er hér á landi. Fara þar saman tveir mikilvirkir þættir: Ferlegt magn og leifturhraði. Snjókoma var mik- il á Austfjörðum eftir 8. desember, einkum dag- ana i6. til 19. des. Annað veifið kyngdi niður í logni, en blés svo með háarenningi þess á milli. Ríkjandi vindátt var N- og NA-átt, lægðir fóru austur sunnan við land. Fannburður nefndra desemberdaga verður að teljast aðalvaldur snjó- flóðanna, en liuga skal lengra aftur í tímann, ef rekja á aðdragandann að snjóflóðunum og or- sakasamhengið. Mikill snjór kom í fjalllendi austanlands í september. Hlákur um mánaða- mótin okt/nóv. unnu ekki á fönninni að fullu. 1 nóvember lögðust snjóteppi og áfreðar á strandfjöllin. Snjóhjúpurinn lokaði varma sum- arsins inni, og má því ætla að ummyndun í neðstu lögum snævarins hafi verið tiltölulega ör. Hinn fyrsta vatnafræðilega þátt, sem mátti sín nokkurs í þessu sambandi, er e. t. v. að finna í síðustu viku ágústmánaðar, en þá sté grunnvatn á Austurlandi í hæstu stöðu og stóð hátt út árið, svo að vatn mun hafa verið til staðar að seytla úr berggrunni og mynda svellbólstra, það jafn- vel hátt til fjalls. Siðari hluta dags þ. 19. kyngdi niður fádcema lognsnjó, sem var ósiginn, þegar tók að skafa. Frá kvöldi þess 19. des. til hádegis 20., er snjóflóðin féllu, sté hitinn á Dalatanga, sem er skammt frá Neskaupstað, úr —3° í —0,4°. En einmitt við vaxandi lofthita er tíðni snjó- flóða meiri heldur en í óbreyttu eða kólnandi veðri. Árið 1885, hinn 26. febr., féll snjóflóð á Naustahvammsbæina og varð þremur manneskj- um að bana, samanber Skriðuföll og snjóflóð II. bindi bls. 315 og Jökul 1971, bls. 43. Þar hefur verið að verki sama tegund snjóflóða og nú í desember. Hinn 24. janúar, 1894, féll snjóflóð á býlið Þiljuvelli, sem stóð þar sem nú er nefnt Þilju- vallatún hið ytra. Snjóflóðið braut útihús og grandaði búpeningi, en manntjón varð ekki. Flóðið stöðvaðist á melunum nálægt því, þar sem nú stendur húsið Mýrargata 2. (Heimild: Austurland, jólablað 1960.) í Norðfirði falla bæði þurr og vot snjóflóð. Þar fer eins og annars staðar, þegar málið er kannað og rækilega er farið í saumana, að í ljós koma vegsummerki snjóflóða og aðrar öruggar heimildir, svo að snjóflóðin, sem hvergi eru skráð og nær alveg fallin í gleymsku, skipta tug- um. Á árinu 1974 féllu snjóflóð úr fjallinu ofan við Neskaupstað milli Naustahvammslækjar og Bakkagils, sem hér segir: 5 vot snjóflóð 4. febrúar 14 þurr snjóflóð 19.—21. desember 4 vot snjóflóð 28. desember. 23 snjóflóð samtals. Þessu verða engin viðhlítandi skil gerð, nema á snjóflóðakorti. Hjörleifur Guttormsson vinn- ur nú að vönduðu og ítarlegu korti, og gera má ráð fyrir, að Jökull birti það síðar. NORÐURLAND, Ussember 1974 Snjóflóð á Múlavegi. (Heimikl: Dagur, Akur- eyri 11. desember.) Hinn 8. desember var bleytuhríð og hvöss norðanátt á Dalvík. Þann dag fóru þaðan tveir bílar áleiðis til Ólafsfjarðar. Voru tveir karl- menn í öðrum bílnum, en hjón með fjögur börn í hinum. Er fólkið hafði farið meira en helming leiðarinnar, kom það að snjóflóði og varð þá ekki lengra komist. Karlmennirnir tveir skildu bíl sinn eftir og héldu gangandi til Ólafsfjarðar, en fjölskyldan snéri við á bíl sín- um til Dalvíkur. Þegar karlmennirnir símuðu frá Ólafsfirði til Dalvíkur var fjölskyldan ekki komin fram. Björgunarsveit Slysavarnafélagsins hóf þegar leit og fann fjölskylduna inni króaða milli tveggja snjóflóða. Snjóflóð i Dalsmynni. Skýrsla um snjóflóð í Dalsmynni ásamt snjó- flóðakorti verður birt síðar í Jökli. Snjóflóð i Ljósavatnsskarði. Um 20. desember féll snjóflóð í Ljósavatns- skarði austan Ljósavatns, á sama stað og árið áður. JÖKULL 25. ÁR 65

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.